Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Page 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Page 50
Loftskeytamenn á loftskeytastöð Landhelgisgæslunnar 1. grein Fá inn í samninginn ákvæði um að biðvakt verði eins og er í dag. 2. grein Greitt verði fastagjald af einum síma á ári, vegna starfa á loft- skeytastöð Landhelgisgæslunnar, vegna biðvaktar. 3. grein Landhelgisgæslan sjái um námskeið og fræðslu fyrir loft- skeytamenn stofnunarinnar, þannig að þeir hafi þá þekkingu, seni starf þeirra krefst á hverjum tíma. Hafa skal samráð við starfs- menn um fyrirkomulag slíkrar þjálfunar tvisvar á ári (t.d. mars og september). 4. grein Yfirvinna greiðist milli kl. 12:00—13:00, loftskeytamaður á rétt á einnar klst. matarhléi eftir sem áður. 5. grein Loftskeytamaður hjá Land- helgisgæslunni fái greiðslu vegna tilfallandi bílakostnaðar, á sama hátt og aðrir ríkisstarfsmenn. Þurfi loftskeytamaður að mæta til starfa á loftskeytastöð milli kl. 17:00—08:00 virka daga og á laugardögum, sunnudögum, helgi- og/eða tillilögum, skal Landhelgisgæslan sjá honum fyrir fríum ferðum, milli heimilis og vinnustaðar. Þingmaður fyrir heldur illa ræmt borgarhverfi var að sýna nokkrum kunningjum sínum, hversu vel honum hefði tekist að bæta ástandið. Hann hafði útrýmt verstu óþverrabælunum og af- brotaunglingum hefði stórfækk- að. Gestirnir voru mjög svo hrifn- ir, uns þeim varð gengið meðfram hrörlegu húsi. Niðuryfir þá rigndi niðursuðudósum, ösku, matar- leifum og hverskyns óþverra. Og mannskepnan, sem fyrir þessu stóð, hrópaði niður til þeirra óprenthæfar svívirðingar. Þingmaðurinn missti stjórn á skapi sínu og kallaði upp: „Ég skora á þig að koma hingað niður. Ég skal berja þig í plokkfisk!“ „Hvern fjandann meinarðu — koma niður?“ var svarað að ofan, og pínulítið barn birtist í glugg- anum. „Ha, helvítis, skítuga rott- an þín, ég er ekki einusinni farinn að ganga ennþá!“ Útgerðarmenn Nýtt frá FURUNO í Japan fyrir loðnuleit Hringsjá 360’’ Veróur til sýnis á sýningu sjávartækja í Kaup- mannahöfn 1.—10. júní í sumar. Athyglisvert tæki er gegnir nútíma kröfum. Frekari upplýsingar hjá Skiparadió h.f. Vesturgötu 26b Reykjavík. Sími 20230, Telex-2204 50 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.