Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Side 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Side 51
I seinni heimsstyrjöldinni fengu nokkrir bandarískir flugmenn það verkefni að dreifa flugritum yfir Berlín. Allar vélarnar komu til baka um kvöldið nema ein, en mönnum til mikillar furðu kom hún aftur til bækistöðvarinnar sex dögum síðar. — Hvar hefur þú verið, spurði flugforinginn flugmanninn. Allir hinir slepptu sínum flugritum fyrir sex dögum. — Slepptu þeim? hváði flug- maðurinn. Ég sem er búinn að vera næstum því í viku að troða þeim í bréflúgurnar. ★ Leigusalar í fínum hverfum eru stundum meira en lítið vandlátir með þá, sem þeir vilja ieigja. Margir húseigendur í Beverley Hills útiloka algerlega leigjendur, sem hafa hunda, ketti, háværar tengdamæður eða börn. „Við kenndum tíu ára syni okkar að reykja vindla og blístra á eftir ljóshærðu kvenfólki,“ sagði Roger Price gamanleikari. „Svo töldum við húseigandanum trú um, að hann væri dvergvaxinn föður- bróðir frá Ohio.“ ★ — Áður en við giftum okkur, sagði ungi maðurinn við stúlkuna sína, — finnst méi þú eigir heimt- ingu á að fá að vita um fyrri af- skipti mín af kvenfólki. — Já, en þú sagðir mér frá því öllu fyrir hálfum mánuði, sagði hún. — Við skulum ekki tala meira um það. Ég er búin að fyrirgefa þér. — Já, og það gleður mig, elsk- an, sagði hann, — en sjáðu til. . . það var nú fyrir hálfum mán- uði...! VÍKINGUR 51

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.