Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Síða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Síða 58
auk enskunnar og er því ómiss- andi starfskraftur á sjómanna- heimilinu. Þegar danssýningunni lauk var boðið uppá dísætar kökur með sykurleðju ofaná sem Ameríkön- um er einum lagið að búa til. Þessu var skolað niður með „punch“, dísætum rauðum vökva og má því með sanni segja að ekki hafi verið boðið uppá megrunar- fæði. Dömurnar sem deildu kræs- ingunum báru það líka með sér að þær gengu ekki með neina megr- unarmaníu. Var nú farið að stytt- ast í dvölinni, settust menn þá nokkra stund við sjónvarpið eða brugðu sér að billiardborðinu. Fyrr en varði var klukkan orðin 10 en það er lokunartími heimilisins. Kvöddu menn því og þökkuðu fyrir kvöldið en síðan var þeim ekið um borð. Miss Scolnick í bókasafninu Sjúklingur á Kleppi gekk með þá flugu í höfðinu, að hann hefði gleypt kött og var illa haldinn, því kvikindið var sífellt að rífa hann og klóra innvortis svo hann hafði ekki stundlegan frið. Nú bar svo við, að sjúklingur- inn fékk botnlangabólgu svo það varð að skera hann upp. Þá hugs- uðu læknamir sér að slá tvær flugur í einu höggi og losa hann við kattardilluna í leiðinni. Þegar hann vaknar af svæfing- unni, eru þeir þar komnir með stórt, svart fress og segja, að nú séu þeir búnir að taka úr honum katt- arófétið, eins og hann geti sjálfur séð. En hann lét ekki leika á sig: — Þetta er sko alls ekki sá köttur, sagði hann. — Hann var ekki svona á litinn. — Nú, hvernig var hann þá á litinn? — Hann var grænn. Tilvonandi brúðhjón komu ak- andi heim til sveitaprests í hest- vagni. Eftir vígsluna sagði brúð- guminn: — Prestur minn, ég á enga peninga einsog er, en hérna er stór og feit hæna handa þér í matinn, og fyrir jólin lofa ég að færa þér ágæta aligæs. Prestur hitti oft þennan sama mann eftir þetta, en bóndi virtist vilja forðast að eiga orðaskipti við hann. En dag einn mættust þeir augliti til auglitis, og þá sagði bóndi: — Prestur minn, ég get einsvel sagt þér, að þú færð enga gæs frá mér. Ég er nefnilega búinn að sannreyna, að hún var meira að segja ofborguð með þessari hænu, sem ég lét þig fá. 58 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.