Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Page 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Page 59
Gamla konan staulaðist inn til læknisins og settist niður. — Það er kynlífið, sagði hún. — Ég og maðurinn minn fáum ekki eins mikla ánægju út úr því og héma áður fyrr. Mér kom í hug, að læknirinn gæti hjálpað upp á sakimar. — Hvað ert þú gömul? — 76. — Og hvað er hann gamall? — 81. — Hvenær tókstu fyrst eftir erfiðleikum í þessu sambandi? — Tvisvar í gærkvöldi og svo einu sinni í viðbót í morgun. — Þú ert og verður pörupiltur og ónytjungur, æpti móðirin að síðhærðum syni sínum. — Líttu bara á pabba þinn á Hrauninu. Nú hefur dómur hans verið styttur um tvö ár vegna góðrar hegðunar. — Það var einu sinni ungur og laglegur krabbi, sem varð glóandi ástfanginn af humri. Hann var al- deilis rauður og sjóðandi af tómri ást, en humarinn vildi ekki sjá hann, af þeirri einföldu ástæðu að krabbinn gekk út á hlið, einsog krabba er siður. Krabbinn fór burt í öngum sínum. Nokkrum dögum síðar mættust þau aftur af tilviljun. En hvað var nú þetta? Krabbinn kom labbandi á móti humrinum og gekk nú beint strik. — Loksins, elskan mín, sagði humarungfrúin. — Komdu í klæmar á mér! Þetta hefur þú gert vegna mín! — Haltu þér saman! orgaði krabbinn. — Ég hef ekki gert neitt fyrir neinn. Ég er blindfullur! Önug eiginkona nautabanans við sigrihrósandi bónda sinn: — Já, víst varst þú verðlaunaður með eyrum nautsins, halanum og klaufunum, en eina partinn af því, sem þú hefðir þurft á að halda, hann fékkstu ekki! — Best að ég segi þér ekki meira nú, læknir, þú ert búinn að fá næga æsingu fyrir daginn. VÍKINGUR 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.