Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Side 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Side 60
Páll Hermannsson, stýrimaður: Fjölmiðlar til farmanna Félagsleg einangrun er hugtak sem einhver fræðingurinn hefur sett saman og er mikið notað um aðstæður „heimavinnandi“ hús- mæðra í Breiðholtinu. Einnig hef ég heyrt hugtakið notað um sjúkl- inga á spítölum og refsifanga. Merking þessa hugtaks er mér ekki alveg ljós, en kemur mér þó í hug, þegar mér verður hugsað til aðstæðna þeirra manna sem eru langdvölum frá heimilum sínum. Það eru einkum starfsmenn við stórvirkjanir á hálendinu, sjó- menn og þá helst farmenn. Vanda stórvirkjunarmanna hefur verið reynt að leysa með því að stytta úthöld, koma á síma- sambandi um Reykjavík (þ.e. samtöl frá virkjunarsvæðum eru reiknuð sem innanbæjarsímtöl) og koma upp tómstundaaðstöðu og ráða menn til að annast slíkt. Útvarp heyrist að sjálfsögðu, sjónvarp sést og ekki þarf að vera liðið langt frá hádegi þegar morg- unblöðin berast. Aðstæður þeirra er hafa valið farmennsku að ævistarfi eru aðr- ar. Túrarnir hafa að vísu styst, en viðdvalir í heimahöfnum því meira, niður í þetta 12 til 36 tíma. Svo stutt stopp nýtast mönnum rétt til að sinna nauðsynlegustu fjármálaútréttingum, koma föt- unum í þvott og segja halló við fjölskylduna. Um leikhús eða bíóferðir getur tæpast verið um að ræða, hvað þá rækt við átthaga, stjórnmála-, íþrótta-, eða stéttar- féalgsstarfsemi. Eðlileg viðbrögð farmanna eru að taka oftar frí. Talið er að flestir farmenn taki sér a.m.k. 10—12 vikna frí á ári (sem þýðir að 6 daga vinnuvika sé í reynd hjá far- mönnum). En það sem ég ætla að fjalla um í þessari grein eru félagsmál skip- verja. Eftir að farið er frá landinu er ekki um neina sjónvarpsdagskrá að ræða. Á öðrum sólarhring daprast hlustunarskilyrði útvarps svo, að einungis er hlustað á fréttir á stuttbylgju í hádeginu eða kvöldfréttasendingu strandstöðv- ar meðan þær heyrast. Vilji menn ræða málin við konuna eru dýr samtöl undir skilyrðum í lofti komin og leikni í notkun per- sónulegs dulmáls, þurfi að ræða einhver mál sem heyra ekki undir allan flotann. Aðstaða til samveru um borð er víðast hvar mjög takmörkuð, messar litlir og setustofur í fæstum skipum, og hverfandi áhugi út- gerða og samtaka farmanna á umbótum. Hefur ríkt stöðnun í aðbúnaði áhafna í rúma tvo ára- tugi. Að margra dómi eru Selfoss og Brúarfoss best búnu skip flot- ans í dag. En þó að bæði útgerðir og sam- tök farmanna hafi brugðist er til aðili sem nýlega hefur komið myndarlega til liðs við farmenn. Það er biskupsstofa, sem sendir nú dagblöðin til sjómannakirkna nokkurra hafnarborga. Ýmist eru blöðin látin liggja þar frammi, eða, þegar stutt er stoppað, koma prestamir með blöðin um borð. Þetta framtak biskups vekur mann til umhugsunar um að sambandsleysi og einangrun far- manna frá heimalandinu sé hvorki sjálfsagt mál né náttúru- lögmál. Erlendar þjóðir sjá sínum far- mönnum fyrir fréttasendingum, sjónvarpsefni á myndsegulbönd- um, endurmenntunamámskeið- um miðuðum við þarfir þeirra, kvikmyndum, dagblöðum, bóka- kosti og ódýrum samtölum til heimkynna. (Sambærilegrar þjónustu hér heima njóta helst þeir sem dvelja á Litla-Hrauni.) Gestabókin 60 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.