Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Side 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Side 64
Umsjónarmaður: Helgi Hróbjartsson ^ir' L>E> I® A RS'T EIM A R „Að hafa Guðs orð sem leiðar- stein í stafni . . .“ (M.Joch.) Með þessari yfirskrift vil ég ríða á vaðið og skrifa nokkrum sinnum í Sjómannablaðið. Vona ég að það geti orðið einhverjum til góðs. Áður fyrr þegar ekki var til áttaviti var talað um að sjómenn sem sigldu yfir úthöfin hafi haft ákveðinn stein sem kallaður var „sólsteinn“, til þess að ákveða stöðu sólar og þar með stefnu skipsins. Þörf var á þessu þegar ekki sást til sólar vegna dimm- viðris. Slíkur „sólsteinn“ var leiðar- steinn fyrir skipið. Til fróðleiks má nefna að leiðarsteinn er gam- alt orð. íslenska orðabókin þýðir þetta orð sem segulstein eða átta- vita. Mattias Jochumsson yrkir í einum af sínum sálmum, Legg þú á djúpið, þú, sem enn ert ungur, og æðrast ei, þótt straumur lífs sé þungur, en set þér snemma háleitt mark og mið, haf Guðs orð fyrir leiðarstein í stafni og stýrðu síðan beint í Jesú nafni á himins hlið. Betri leiðarstein er ekki hægt að fá í þeim ólgusjó lífsins sem við 64 lifum í. Þetta er okkar viðmiðun- artæki, þetta er okkar „Loran“, til þess að hægt sé að sigla um höfin. Við eigum margar bækur, mörg rit um vísindi og heimsspeki og þær hugmyndir sem maðurinn gegnum aldirnar hefur glímt við, en engin bók er þó eins og Biblían þegar um viðmiðun hins andlega lífs er að ræða. Guð sagði einu sinni fyrir munn Jeremía spámanns (Jer. 1: .2) ,„ .. ég vaki yfir orði mínu, til þess að framkvæma það“. Það þýðir að þegar Guð hefur talað eitthvað eða sagt eitthvað, þá vakir hann yfir því orði. — í Biblíunni getum við séð hvernig Guð hefur vakað yfir orði sínu. Við getum lesið um Abraham, ísak og Jakob hvernig þeir hver fyrir sig fengu að reyna að Guð vakti yfir fyrirheitunum sem hann gaf þeim. — Við getum lesið um Móses þar sem hann leiddi ísraelsfólkið út af Egypta- landi til fyrirheitna landsins. Þeir fylgdu Guðs orði og það brást þeim ekki. — í dag getur enginn heldur lokað augunum fyrir því sem hefur gerst í ísrael. Er það ekki einmitt hinn sami Guð sem vakir yfir orði sínu? Þegar við lesum orð Jesú Krists í Biblíunni, „Komið til mín allir þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir og ég mun veita yður hvíld", þá er það einnig orð sem Guð vakir yfir til þess að fram- kvæma á þeim sem tekur það til sín. — Og þannig verður Orð Guðs leitarsteinn í lífi manns. — Leyfðu þeim leiðarsteini að vera í stafni í skipi þínu. SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA BORGARTÚNI 18-105 REYKJAVlK PÓSTHÓLF 757 - SlMI 28577 Sjómenn beinið viðskiptunum yðar í yðar eigin peningastofnun. Afgreiðslutími kl. 09.15—16.00 alla daga nema fimmtudaga frá kl. 09.15—18.00 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.