Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Síða 65

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1980, Síða 65
Mannskaðaveður á Vestfjörðum Þann 25. febrúar sl. fórust sex sjómenn með þremur vest- firskum rækjubátum er fárveður gekk yfir landið. Með Gullfaxa fórust bræðurnir Ólafur S. Össurarson og Valdimar Þ. Össurarson fsafirði. Ólafur var 48 ára gamall, kvæntur og þriggja bama faðir. Valdimar var 40 ára, kvæntur og átti 4 syni. Með Vísi fórust Pétur Valgarð Jóhannsson og Hjálmar Einarsson frá Bíldudal. Pétur var 44 ára, kvæntur og fimm bama faðir. Hjálmar var 36 ára, kvæntur og fjögurra barna faðir, en hann átti einnig stjúpbarn. Með Eiríki Finnssyni fórust Haukur Böðvarsson og Daníel Jóhannsson frá ísafirði. Haukur var 31 árs og ókvæntur en Daníel var 35 ára, kvæntur og tveggja barna faðir. 19 börn urðu föðurlaus þegar þessir þrír bátar fórust. Sjómannablaðið Víkingur vottar aðstandendum þessara manna dýpstu samúð sína. Minning þeirra og annarra, sem farast við störf sín á hafi úti, fyrnist ekki, heldur helst með þjóðinni. Ólafur S. Össurarson Valdimar Þ. össurarson Pétur Valgarð Jóhannsson Hjálmar Einarsson Haukur Böðvarsson Danícl Jóhannsson VÍKINGUR 65

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.