Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Blaðsíða 6
F ulMnnum fískínn heima Einn af okkar reyndusíu skipstjórum og afla- klóm, Auðunn Auðunsson, gerir siglingar fiski- skipa með ferskan fisk að umtalsefni í grein í Dagblaðinu nýlega, og segir m.a.: „Skipta má fiskveiðiflota landsmanna í tvo flokka. Annarflokkurinn erfisköflunartœkifyrir ákveðnar fiskvinnslustöðvar eða byggðarlög, en í hinum flokknum eru skip í eigu útgerðarmanna sem selja aflann upp úr skipi, bœði heima og erlendis. Vinda parf bráðan bug að því að fram- fylgja þeirri stefnu, að takmarka siglingar með ísfisk, utan karfa og ufsa, þar sem ísfisksölur er- lendis eru þjóðhagslega óarðbærar og á síðasta ári var nettóverð ferskfisks að jafnaði lœgra erlendis miðað við útflutningsverðmœti á freðfiski en hér heima, þegar allur kostnaður sem siglingunum fylgir er tekinn inn í dœmið. Orsakir þess, að erlendu markaðirnir, þ.e. í Englandi, Þýskalandi og Fœreyjum, borga svo lágt verð eru þœr að stór hluti útgerðarkostnaðar er greiddur beint til fiskiskipa viðkomandiþjóða í ríkisstyrkjum. Fara verður framá, að gerður sé greinarmunur á skip- um sem eru hráefnisöflunartœki fyrir innlendar fiskverkunarstöðvar, og hinum sem veiða og selja á erlendum markaði og að strangara eftirlit verði haft með þeim sem stunda siglingar með ísvarinn fisk en verið hefur. “ Það er óþarfi að amast við því, að siglt sé með blautfisk á markað á Bretlandseyjum og í Þýska- landi, þar sem stundum fœst margfalt hærra verð fyrir hann óunninn en hér heima, en hinu þarf að breyta, að siglt sémeð fisk t.d. til Færeyja og hann unninn þar í landi í stað þess að hann sé unninn hér og aukið verðgildi hans renni beint í íslenskar hendur. En til þess að hægt sé að koma með fisk að landi jafnt allan ársins hring til vinnslu, þarf að gera raunhœfar ráðstafanir tilþess að miðla afla í hrotum og jafna út aflatoppana, þannig að frysti- húsin fái ráðið viðþað magn sem á land kemur og geti unnið úr því fyrsta flokks vöru. Eflaust mætti skipuleggjaýmislegt betur í frystihúsunum einsog víðast annars staðar í þjóðfélaginu, og þá helst með tilliti til þess að auka afköst þeirra. A ísafirði hefur t.d. verið tekin upp vaktavinna í frystihúsi Norðurtanga, og hefur komið í Ijós að afköst aukast þegar fólk vinnur sér ekki til óbóta í löng- um törnum. Fleiri dœmi mætti eflaust nefna, sem sýna hversu brýnt það er að afla- og vinnslugetan fari hönd í hönd til að tryggja sem mesta þjóð- hagslega hagkvœmni fiskveiðanna. Hér ríður á um að stjórnvöld taki af skarið sem allra fyrst og hindri það, að við flytjum hráefni okkar út óunnin eins og lengstum hefur tíðkast hjá nýlenduþjóð- unum. 6 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.