Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Blaðsíða 41
V eiðar á kuðungum
gætu skipt máli
- Hvað getur þú sagt mér um
beitukóng? spurði blaðamaður
Víkings Hrafnkel Eiríksson fiski-
fræðing.
- Já, hann er nýttur til mann-
eldis. Bretar veiða yfir 3000 tonn á
ári af honum og Frakkar eitthvað
álíka. Breski aflinn er víst að
mestu leyti seldur til Bandaríkj-
anna.
Ég hef nú ekki fyrr vitað dæmi
þess að hann væri veiddur bein-
línis til manneldis hér við land.
Við höfum velt dálítið vöngum
yfir því héma á Hafrannsókn,
hvort ekki mætti nýta bæði beitu-
kóng og hafkóng.
Líklega er hafkóngurinn
dreifðari, og hann er á talsvert
meira dýpi en beitukóngur. Sá
síðamefndi getur verið mjög
grunnt, og niður á þetta 50—55
metra, en hafkóngur niður á 200
metra.
Það fæst stundum talsvert af
hafkóng í humartroll í Meðal-
landsbug og líka á Eldeyjarsvæð-
unum. Ég veit af einkaaðila sem
sendi sýnishorn af honum til
Bandaríkjanna og hann líkaði
mjög vel. Hann gæti skipt máli
sem aukaafurð á humarveið-
unum.
Annars er ekkert vitað um
stofnstærð beitukóngs og haf-
kóngs.
Algengir umhverfis allt land
í bók sinni, Skeldýrafánu ís-
lands II, segir Ingimar Óskarsson
beitukóngur sé 67 mm á breidd og
110 mm á hæð, en fundist hafi
dauð eintök 150 mm há. Aðalteg-
undin (Buccinum undatum) segir
hann að sé mjög algeng umhverfis
allt land á 0-110 m dýpi. En teg-
undin er ákaflega afbrigðaauðug,
og eru þær nokkuð mismunandi,
m.a. að stærð og iit. Telur Ingimar
upp 6 afbrigði.
Hafkóngur, sem menn hafa velt
fyrir sér að nýta sem aukaafurð
við humarveiðar, er talsvert
stærri. Samkvæmt Skeldýrafán-
unni er breiddin 83,5 mm og hæð
160 mm. All-algengur á 10—400 m
dýpi umhverfis land allt, segir
Ingimar.
Aðallega Frakkar,
en íslendingar
bragða hann líka
Til að fræðast örlítið meira um
lostætið beitukóng, sló Víkingur á
þráðinn til yfirkokksins á Torf-
unni, Arnar Baldurssonar.
— Hafið þið beitukóng?
— Já, já, ég hef hann núna og
eitthvað á næstunni.
— Hverjir eta svona fæðu?
— Útlendingar, aðallega
Frakkar. Þeir eru mjög ánægðir
með hann. íslendingar eru líka
famir að reyna þetta, en þeim
finnst hann sumum svolítið
seigur. En hann er mjög bragð-
góður.
— Betri en kræklingur?
- Langtum bragðmeiri. Við
sjóðum hann hérna í kryddvatni
með salti og sítrónu í allt að 20
mínútur. Síðan er fiskurinn tekinn
úr kuðungnum og innyflin
hreinsuð úr. Inn í kuðunginn setj-
um við svo smjör, kryddað með
salti og pipar og miklu af nýju dilli
og hvítlauksdufti. Fiskurinn er svo
settur inn í kuðunginn og smjöri
drepið ofan á með brauðraspi og
þetta er grillað í 4 mínútur. Borið
fram með ristuðu brauði og fersku
grænmeti.
— Og hvað kostar máltíðin?
— 98 krónur með súpu. Dessert
fylgir með um helgar.
Skoðun og viðgerðir
gúmmíbáta allt árið.
gúmmibAtaþjónustan
Eyjagötu 9 örfirisey
Sími14010
VÍKINGUR
41