Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Blaðsíða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Blaðsíða 41
V eiðar á kuðungum gætu skipt máli - Hvað getur þú sagt mér um beitukóng? spurði blaðamaður Víkings Hrafnkel Eiríksson fiski- fræðing. - Já, hann er nýttur til mann- eldis. Bretar veiða yfir 3000 tonn á ári af honum og Frakkar eitthvað álíka. Breski aflinn er víst að mestu leyti seldur til Bandaríkj- anna. Ég hef nú ekki fyrr vitað dæmi þess að hann væri veiddur bein- línis til manneldis hér við land. Við höfum velt dálítið vöngum yfir því héma á Hafrannsókn, hvort ekki mætti nýta bæði beitu- kóng og hafkóng. Líklega er hafkóngurinn dreifðari, og hann er á talsvert meira dýpi en beitukóngur. Sá síðamefndi getur verið mjög grunnt, og niður á þetta 50—55 metra, en hafkóngur niður á 200 metra. Það fæst stundum talsvert af hafkóng í humartroll í Meðal- landsbug og líka á Eldeyjarsvæð- unum. Ég veit af einkaaðila sem sendi sýnishorn af honum til Bandaríkjanna og hann líkaði mjög vel. Hann gæti skipt máli sem aukaafurð á humarveið- unum. Annars er ekkert vitað um stofnstærð beitukóngs og haf- kóngs. Algengir umhverfis allt land í bók sinni, Skeldýrafánu ís- lands II, segir Ingimar Óskarsson beitukóngur sé 67 mm á breidd og 110 mm á hæð, en fundist hafi dauð eintök 150 mm há. Aðalteg- undin (Buccinum undatum) segir hann að sé mjög algeng umhverfis allt land á 0-110 m dýpi. En teg- undin er ákaflega afbrigðaauðug, og eru þær nokkuð mismunandi, m.a. að stærð og iit. Telur Ingimar upp 6 afbrigði. Hafkóngur, sem menn hafa velt fyrir sér að nýta sem aukaafurð við humarveiðar, er talsvert stærri. Samkvæmt Skeldýrafán- unni er breiddin 83,5 mm og hæð 160 mm. All-algengur á 10—400 m dýpi umhverfis land allt, segir Ingimar. Aðallega Frakkar, en íslendingar bragða hann líka Til að fræðast örlítið meira um lostætið beitukóng, sló Víkingur á þráðinn til yfirkokksins á Torf- unni, Arnar Baldurssonar. — Hafið þið beitukóng? — Já, já, ég hef hann núna og eitthvað á næstunni. — Hverjir eta svona fæðu? — Útlendingar, aðallega Frakkar. Þeir eru mjög ánægðir með hann. íslendingar eru líka famir að reyna þetta, en þeim finnst hann sumum svolítið seigur. En hann er mjög bragð- góður. — Betri en kræklingur? - Langtum bragðmeiri. Við sjóðum hann hérna í kryddvatni með salti og sítrónu í allt að 20 mínútur. Síðan er fiskurinn tekinn úr kuðungnum og innyflin hreinsuð úr. Inn í kuðunginn setj- um við svo smjör, kryddað með salti og pipar og miklu af nýju dilli og hvítlauksdufti. Fiskurinn er svo settur inn í kuðunginn og smjöri drepið ofan á með brauðraspi og þetta er grillað í 4 mínútur. Borið fram með ristuðu brauði og fersku grænmeti. — Og hvað kostar máltíðin? — 98 krónur með súpu. Dessert fylgir með um helgar. Skoðun og viðgerðir gúmmíbáta allt árið. gúmmibAtaþjónustan Eyjagötu 9 örfirisey Sími14010 VÍKINGUR 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.