Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Blaðsíða 36
Nýr skrifstofustjóri
hjá V élastjórafélaginu
— og ekki má gleyma henni Kristrúnu
Nýlega tók við starfi skrifstofu-
stjóra Vélstjórafélags íslands ung-
ur maður, ísak Jóhann Ólafsson
að nafni. Hann tekur við starfi af
Evu Hreinsdóttur sem starfað
hefur hjá Vélstjórafélaginu í 6 ár
en hún starfar nú hjá Eimskipafé-
lagi íslands. Blaðamaður Víkings
náði tali af ísak og bað hann um
að kynna sig fyrir lesendum.
— Ertu reykvíkingur?
Ja, ég er nú eiginlega allra þjóða
kvikindi en ætli ég hafi ekki mest
verið alinn upp hér í Reykjavík en
einnig á Akureyri og í Svíþjóð.
— Hvað hefurðu starfað áður
en þú komst hingað?
— Ég var innkaupastjóri hjá
Ofnasmiðjunni h/f og þar áður
var ég hjá Landsbankanum.
— Og hvernig líst þér svo á þig
héma hjá Vélstjórafélaginu?
— Mér líst mjög vel á mig og
hér er margt framundan. Stærsta
verkefnið er að koma starfseminni
í tölvuvinnslu en á því eru þó
ýmsir vankantar. Innan félagsins
eru í gildi 13 ólíkir samningar og
því ekki mjög auðvelt að koma því
í tölvu en við eigum von á sér-
fræðingi til að hanna þetta fyrir
okkur. Það sem vinnst með því að
koma þessu inn í tölvu er aðallega
það að þá gefst betra tækifæri til
að hafa heildarsýn yfir vinnu vél-
stjóra og það auðveldar inn-
heimtu. Það hefur skort töluvert á
að við náum til allra sem fá greitt
samkvæmt okkar samningum og
til þeirra fyrirtækja sem eru með
vélstjóra í vinnu. Starf okkar hér
felst í því að fylgjast með inn-
heimtu félagsgjaldanna sem eru
1% af launum eins og annars
staðar, gjalda í styrktar- og
sjúkrasjóð og orlofsheimilasjóð
sem atvinnurekendur eiga að
borga í við hvert uppgjör. Ég er
hræddur um að það skorti töluvert
á að menn séu nógu passasamir
sjálfir með að fyrirtækin taki 1 % af
launum þeirra, telji sig jafnvel
græða á því að sleppa við að borga
félagsgjöldin ef fyrirtækin til-
kynna ekki til félagsins um vinnu
viðkomandi manns. Reyndar er
ASÍ með einhvem vélstjórasamn-
ing í gangi en við erum ekki aðilar
að ASÍ heldur Farmanna- og
fiskimannasambandinu. Einnig
felst starf okkar að sjálfsögðu í því
að sinna spurningum félaga um
ýmislegt sem varðar túlkun kjara-
samninga o.þ.h. Þeir leita hingað
þegar þeir þurfa að fá leiðréttingu
sinna mála.
— Þú nefndir orlofsheimila-
sjóð, á Vélstjórafélagið marga
sumarbústaði?
— Já, það voru tekin í notkun í
sumar 12 raðhús við Laugarvatn.
Vélstjórafélagið á sex, Sparisjóður
Vélstjóra fjögur og styrktar- og
sjúkrasjóðurinn tvö. Mér skilst að
aðsókn hafi verið mjög góð í þessa
bústaði í sumar.
Við þökkum ísak fyrir spjallið
og óskum honum velfarnaðar í
starfinu.
Starfsmaður Vélstjórafélagsins
Kristrún Kristjánsdóttir, vinnur
hálfan daginn á skrifstofunni og
hefur verið þar í sex ár. Kristrún
er því orðin starfinu kunnug og
málefnum vélstjóra.
VÍKINGUR