Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Blaðsíða 22
Benedikt Alfonsson: Ný gerð gýrókompása Við tilkomu járn- og stálskipa komfram áður óþekkt skekkja á kompásnum. Það var svonefnd segulskekkja, sem stafaði af seg- uláhrifum efnisins í skipinu þ.e. járninu. í herskipum þar sem mikið var af hreyfanlegum járn- hlutum svo sem fallbyssum varð segulskekkjan erfið viðfangs. Því var að menn fóru að reyna að finna upp nýja tegund af komp- ásum, sem ekki yrði fyrir segul- áhrifum. Þá kom gýrókompásinn fram á sjónmarsviðið. Auk þess að vera laus við segulskekkju sýndi hann réttar áttir. Þar með var misvísun einnig úr sögunni. Gýrókompásinn hafði ann- marka sem komu í veg fyrir að notkun hans yrði eins rnikil og búast mátti við. I fyrsta lagi var hann knúinn rafmagni. í öðru lagi var hann nokkuð lengi eða um 4 stundir að jafna sig, ef hann missti straum, þótt ekki væri nema augnablik, og þá ónothæfur á meðían. I þriðja lagi var hann mjög næmur fyrir snöggum hreyfingum. Þær ollu skekkjum á honum. Nú hefur norska fyrirtækið Ro- bertson A/S Radio — Elektro haf- ið framkvæmdir á nýrri gerð gý- rókompása, sem vonir standa til að reynist betur í minni skipum en eldri gerðir. Kompás þessi nefnist gýrócompass SKR - 80. Hann gengur að sjálfsögðu fyrir raf- straum sem aðrar gerðir rókomp- ása, en þarf mun skemmri tíma til að ná stöðugri stefnu á jarðskautið hafi rafstraumurinn rofnað með einhverjum hætti. í stað 4 stunda tekur það í mesta lagi 54 mínútur. Að sögn framieiðenda er þessi nýi kompás ekki eins næmur fyrir snöggum hreyfingum og eldri gerðir. Gerð hans byggir á MAREX gýrótækni. Kompásar af líkri gerð hafa um skeið verið not- aðir í flugvélum. SKR — 80 þarfn- ast einskis viðhalds og hægt er að fá hann annaðhvort fyrir rið- straum eða jafnstraum. Jafn- straumsgerðin er aðeins 17 kg. að þyngd, en hin 20 kg. Allt að 6 aukakompása má tengja við aðal- kompásinn. Umboð fyrir Robertson A/S Radió - Elektro hér á landi hefur Skiparadió hf. Vesturgötu 26b Reykjavilc, sími 20230. Gýrókompass SKR — 80 kostar 120.000 norskar krónur, sem er um 156.000 krónur ísl. (15.600.000 Gkr.). VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.