Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Blaðsíða 22
Benedikt Alfonsson:
Ný gerð gýrókompása
Við tilkomu járn- og stálskipa
komfram áður óþekkt skekkja á
kompásnum. Það var svonefnd
segulskekkja, sem stafaði af seg-
uláhrifum efnisins í skipinu þ.e.
járninu. í herskipum þar sem
mikið var af hreyfanlegum járn-
hlutum svo sem fallbyssum varð
segulskekkjan erfið viðfangs. Því
var að menn fóru að reyna að
finna upp nýja tegund af komp-
ásum, sem ekki yrði fyrir segul-
áhrifum. Þá kom gýrókompásinn
fram á sjónmarsviðið. Auk þess að
vera laus við segulskekkju sýndi
hann réttar áttir. Þar með var
misvísun einnig úr sögunni.
Gýrókompásinn hafði ann-
marka sem komu í veg fyrir að
notkun hans yrði eins rnikil og
búast mátti við. I fyrsta lagi var
hann knúinn rafmagni. í öðru lagi
var hann nokkuð lengi eða um 4
stundir að jafna sig, ef hann missti
straum, þótt ekki væri nema
augnablik, og þá ónothæfur á
meðían. I þriðja lagi var hann
mjög næmur fyrir snöggum
hreyfingum. Þær ollu skekkjum á
honum.
Nú hefur norska fyrirtækið Ro-
bertson A/S Radio — Elektro haf-
ið framkvæmdir á nýrri gerð gý-
rókompása, sem vonir standa til
að reynist betur í minni skipum en
eldri gerðir. Kompás þessi nefnist
gýrócompass SKR - 80. Hann
gengur að sjálfsögðu fyrir raf-
straum sem aðrar gerðir rókomp-
ása, en þarf mun skemmri tíma til
að ná stöðugri stefnu á jarðskautið
hafi rafstraumurinn rofnað með
einhverjum hætti. í stað 4 stunda
tekur það í mesta lagi 54 mínútur.
Að sögn framieiðenda er þessi
nýi kompás ekki eins næmur fyrir
snöggum hreyfingum og eldri
gerðir. Gerð hans byggir á
MAREX gýrótækni. Kompásar af
líkri gerð hafa um skeið verið not-
aðir í flugvélum. SKR — 80 þarfn-
ast einskis viðhalds og hægt er að
fá hann annaðhvort fyrir rið-
straum eða jafnstraum. Jafn-
straumsgerðin er aðeins 17 kg. að
þyngd, en hin 20 kg. Allt að 6
aukakompása má tengja við aðal-
kompásinn.
Umboð fyrir Robertson A/S
Radió - Elektro hér á landi hefur
Skiparadió hf. Vesturgötu 26b
Reykjavilc, sími 20230.
Gýrókompass SKR — 80 kostar
120.000 norskar krónur, sem er um
156.000 krónur ísl. (15.600.000
Gkr.).
VÍKINGUR