Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Blaðsíða 13
r Eg lærdi ungur að bera viröingu fyrir þorskinum Þorbjörn Eyjólfsson verkstjóri segir frá vinnu sinni hjá Einari Þorgilssyni Klukkan hálfellefu hafði ég mælt mér mót við hann Þorbjörn. Hún var víst rétt tæplega það þegar ég renndi upp að húsinu þar sem hann á heima, við Amarhraun. Hann beið mín á tröppunum. Nújá, hugsaði ég, vonandi verð ég þá í náðinni, fyrst ég kem á réttum tíma. Hann býður mér strax í stuttan biltúr, rétt vestur fyrir húsið sitt, þangað sem áður var mikið athafnasvæði Einars Þorgilssonar og co. Það er rétt sunnan við Sjónarhól við Reykjavíkurveg, þar í hrauninu. Þar eru fiskverkunarhús, m.a. þurrkhús frá 1929. Nú er kyrrð og tóm yfir þessum húsum. Sunnan við þurrkhúsið er fiskreitur að gróa upp, með svo fagur- lega hlöðnum kanti að maður sér fyrir sér verkhagar hendur fella hrjúft hraungrjótið í langa legu. Þar var áður iðandi mannlíf í drifhvítum saltfiski. Líf sem enn kvikar í hreyfingum Þorbjarnar og tali. Hann er 72ja ára, snarlegur meðalmaður, fattur í baki, svolítið rauðsprengdur í andliti. Hefur ekki alltaf sofið mikið, hugsa ég. Hann vekur upp liðna daga. Ég er fæddur hérna í Hafnar- firði. Solveig systir mín, sem er elst okkar systkina er aftur fædd í Selvognum. Foreldrar mínir bjuggu fyrst þar, í Nesi, en fluttust i Hafnarfjörð 1908. Faðir minn var Eyjólfur Þorbjarnarson frá Nesi. Hann drukknaði á Snorra goða 1919. Móðir mín var ættuð Einar Þorgilsson. VÍKINGUR héma frá Setbergi og hét Vilborg Eiríksdóttir, var alin upp hjá afa sínum og ömmu, Jóni hérna á Setbergi og konu hans Vilborgu. Mamma dó 1968. Ég er fæddur 6. apríl 1909. Er 10 ára þegar pabbi deyr. Við vorum 5 systkin, Solveig elst, svo Jón, Guðmunda og Kristín. Kristín og Jón eru dáin. Jón dó úr afleiðing- um spönsku veikinnar. Ég fékk spönsku veikina aldrei. Gaddur- inn þá um veturinn, 1918, var upp í 27 stig, blankalogn og móða hér yfir öllum bænum. Karlinn hann Þorbjöm afi minn fór alltaf með mig upp á öldur, upp fyrir kirkju- garð, á hverjum einasta degi. Ég ætlaði nú að stinga af, þótti þetta óþarfi. Þá tók hann í öxlina á mér og hélt á mér. Ég get haldið á þér ennþá nafni minn, sagði hann. Hann sagði að ég ætti að fara þama upp eftir til að anda að mér hreinu lofti. Við fengum aldrei pestina. Þá lá margt fólk þama við Þorbjöm Eyjólfsson. Jófríðarstaðaveginn, — við áttum heima í næsta húsi við Jófríðar- staði — og við vorum að gegna skepnum allan daginn, því að margir áttu kindur og hesta sem þurfti að sinna. Við lifðum auðvitað mikið á sjónum. Pabbi var sjómaður. En afi var í sambýli við okkur, og hann átti kindur og það hélt nú í okkur lífinu. En fisk höfðum við nógan. Þó varð nú minna um hann eftir að pabbi drukknaði, en það voru alltaf einhverjir sem gáfu okkur í soðið. Dánarbætumar voru ekki háar. Mannskrokkurinn var þá ekki hátt metinn. 1500 krónur voru tryggingin - krónan var nú stælt- ari þá en nú, en Thor Jensen sendi 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.