Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Blaðsíða 7
Undirmönnun á farskipum er stórkostlega vítaverð — Að undanförnu hefur mönn- um fœkkað í áhöfnum farskipa. Hversu mikil erþessi fœkkun? - Á síðastliðnum áratug eða svo hefur fækkað gífurlega í áhöfnunum. Þess eru ekki fá dæmi að fækkunin nemi helm- ingi, ef miðað er við skip með sambærilega flutningsgetu. Við getum t.d. borið saman skip eins Rætt viö Guðlaug Gíslason framkvæmdastjóra Stýrimannafélags r Islands og gamla Tungufoss, sem sigldi með 20-24 manna áhöfn, og svo það skip sem nú siglir undir sama nafni með 11-12 manna áhöfn. Þessi skip eru svipuð að flutn- ingsgetu. Þá má nefna að ekju- skipin svokölluðu, Álafoss og Eyrarfoss, hafa leyst af u.þ.b. fimm eldri skip. Þessi skip sigla hvort um sig með talsvert færri mönnum en hvert hinna eldri gerðu að jafnaði. Brotin bæði lög og samningar — Hvaða reglur gilda umfjölda yfirmanna á farskipum? — Þær eru í lögum um at- vinnuréttindi skipstjómarmanna og svo lögum um atvinnuréttindi vélstjóra og reglugerð um fjar- skipti á skipum. Lögin um at- vinnuréttindi skipstjómarmanna eru frá 1973. Þar er kveðið á um fjölda stýrimanna eftir stærð skipa í 21. grein. En því fer víðs fjarri að þessi lög séu haldin, það tíðkast t.a.m. æ meir að skip stærri en 1500 br.rl. sigli með tveimur stýri- mönnum, þar sem vera eiga þrír. Það sem þó er verst í þessu er það að iðulega er skráður tilskilinn fjöldi stýrimanna á skipin án þess að þeir séu allir á skipinu. Það eru líka brögð að því að einungis einn stýrimaður sé á skipi þar sem tveir eiga að vera. Svona er þetta þrátt fyrir skýr ákvæði laga og þrátt fyrir það að tekið er fram í kjara- samningi Stýrimannafélagsins, að skipin skulu mönnuð stýrimönn- um eftir lögum um atvinnurétt- indi skipstjórnarmanna. — Hvernig má það gerast að þannig eru brotin bœði lög og samningar? — Þessu veldur nú fyrst og fremst að mínu viti óhófleg ásókn útgerðarmanna í fækkun manna á skipunum, sem lengi hefur staðið. Og eins er því ekki að neita að hugur yngri stýrimanna stendur til fækkunar fremur en hitt. En mér sýnist nú að viðhorfið breytist þegar menn eldast. — Hvað veldur þessu viðhorfi? — Aukin eftirvinna. Menn fá greidda eftirvinnu fyrir það sem menn vinna umfram 8 tíma á dag. Mánaðarlaunin samkvæmt kjara- samningum okkar miðast við 8 tíma vinnu á dag, og allt sem er unnið fram yfir það er greitt sem eftirvinna. Fastakaupið hjá þess- um mönnum er nú ekki það hátt að menn geti með góðu móti lifað af því einu saman. Lægstu laun 3ja stýrimanns er nú kr. 6.987 á mánuði. Þetta eru menn sem eru búnir að leggja á sig 3ja vetra nám, og þeir þurfa náttúrlega að bera það uppi og fæða og klæða sína fjöl- skyldu. Ég held að þetta fastakaup geti engan veginn nægt til þess. Staða skipstjóra gagnvart útgerðinni er veik Þessi undirmönnun á skipunum er stórlega vítaverð að mínu mati, og hér eiga skipstjórar sinn þátt, því að þeir bera ábyrgð á þessu. Mér virðist að staða skipstjórans sé orðin ansi veik gagnvart út- gerðinni. Það er ekkert vafamál að fækkað er í áhöfn samkvæmt ósk útgerðarinnar fyrst og fremst, og 7 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.