Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Blaðsíða 40
Geymslugildran. Aflinn var rýr í þetta sinn.
Veiðin er ekkert skárri í tvær
síðustu gildrurnar.
- Af hverju heldurðu að veið-
ist ekki meira núna?
- Ja, það getur margt komið
til. Það þarf t.d. ekki annað en að
bátur sé að koma af veiðum og
geri að afla héma á þessum slóð-
um. Þá fær kuðungurinn geysilegt
æti og kemur miklu síður í gildr-
umar.
Við keyrum í land.
- Svo erum við með geymslu-
gildru hérna rétt fyrir utan höfn-
ina segir Helgi.
— Geymslugildru, til hvers?
- Sko. Þegar beitukóngurinn
veiðist, þá er hann að éta fiskhræ
og svona ýmislegt sem okkur
þykir ekki geðslegt. En þegar við
höfum haft hann í geymslunni í
3—4 daga, þá er hann orðinn
hreinn og fínn. Svo nennum við
heldur ekki að fara með hann inn
eftir nema í slumpum.
— Er hann góður að borða
hann?
— Mjög góður matur. Sælgæti.
— Betri en hörpudiskur?
— Ég hef ekki smakkað hörpu-
disk, en mér þykir hann betri en
kræklingur, reyndar talsvert öðru
vísi.
— Hvemig er hann etinn?
— Soðinn lifandi í 10 mínútur.
Tekinn úr kuðungnum og verk-
aður, innyflin hreinsuð frá.
Kryddaður með dilli og einhverju
fleira. Herramannsmatur.
Já það er mörg matarholan, og
margur dropinn til að lífga upp á
tilveruna.
FTH.
Beitukóngur teygir sig út úr kuðungnum. Fálmarar með augum á til vinstri. Stærð
kuðunganna sem Torfan fær til matreiðslu er 7—10 sm..
,----------------------------------------------,
Hrað-
frysting
Salt-
fiskverkun
Skreiða-
verkun
Rækju-
vinnsla
SÍM141388
SÍMNEFNI:
FISKHUS
FISKIÐJUj
VÍKINGUR
SAMLAG HÚSAVÍKUR HF.