Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Blaðsíða 12
Sigga litla, fimm ára, var úti að
ganga með hundinn sinn í
Reykjavík. Allt í einu stoppar
lögreglan hana og spyr hvort
hundurinn sé leyfilegur — hvort
hún hafi skírteini upp á það. —Til
hvers heldurðu að hann þurfi
skírteini, spyr stelpan, — hann á
ekki einu sinni bil . . .
Aðkomumaður átti leið um lítinn
bæ úti á landi. Þar mætti hann
fjölda manns, er greinilega voru
að fylgja einhverjum til grafar.
Hann spurði því staðarmann er
þarna var staddur, hvem væri
verið að grafa. „Ég veit það nú
eiginlega ekki“, sagði sá og klóraði
sér í höfðinu, „en held að það sé sá
sem er í kistunni.“
— Kann konan þín eitthvað að
fara með hunda, spurði Páll vin
sinn, sem var að hugsa um að fá
sér einn slíkan. — Ja, finnst þér ég
ekki nokkuð vel á mig kominn .. .
★
— Ég þurfti að þola margt í
bernsku, sagði Jón heildsali í
ræðunni sem hann flutti í veisl-
unni á sjötugsafmælinu sínu. —
Við bjuggum svo þröngt, að ég
varð að láta mér nægja að byggja
sandkastalana mína í kattakass-
anum.
★
Allra ósvífnasti lögregluþjónninn
í Reykjavík stoppaði Hafnfirð-
inginn fyrir of hraðan akstur, rak
hann út úr bílnum, krítaði hring á
malbikaða götuna og bað Hafn-
firðinginn að halda sig innan
hringsins á meðan hann athugaði
bílinn. í hvert sinn sem Hafnfirð-
ingurinn færi út fyrir krítarstrikið
fengi hann 3 mán. í fangelsi fyrir.
Svo tók lögreglan að rispa bílinn,
sprengdi síðan alla hjólbarðana,
braut allar rúðumar í bílnum og
að lokum skar hann með hníf í
sætin.
„En ég plataði hann nú aldeilis“
— sagði Hafnfirðingurinn vini
sínum um kvöldið. „Meðan hann
var að þessum ósköpum, var ég
alltaf að stíga inn og út fyrir hvíta
strikið.“
12
VÍKINGUR