Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Blaðsíða 23
Loftskeytamenn ómissandi um borö í október í fyrra sökk m/v Prinsendam, glæsilegt farþega- skip sem metið var á um 50 miljón dala, fyrir utan strönd Alaska. Á sjötta hundrað manns voru um borð í skipinu, og björguðust allir. Hér á eftir er greint frá þætti loftskeyta- manna í þessarri mestu björgun úr sjávarháska á síðari árum. Það er athylisvert, og íhugunarefni fyrir alla sjófarendur, hve vel loftskeytamönnum tókst að halda fjarskiptum gangandi á 500 khz þegar fjarskipti um gervihnött höfðu brugðist. Þetta sýnir, svo ekki verður um villst, að sjófarendur verða ávallt að standa vörð um öryggi sitt á hafi úti, og að grafið er undan þessu öryggi með því að þrýsta á um að loftskeytamönnum verði fækkað um borð í skipum. Þá er látinn fylgja með pistill, sem formaður danska skipstjórafélagsins flutti af sama til- efni. Björgun bandaríska farþegaskipsins Prinsendam Ég heiti Jim Pfister og ég skrif- aði þetta greinarkorn í þeirr von að það mætti verða öðrum til fróðleiks um þátttöku mína í björgun rúmlega 500 farþega af S/S Prinsendam. Ég var fyrsti loftskeytamaður um borð í T/T Williamsburg og er frásögn mín byggð á skrásetningu viðskipta okkar. Við vorum með þeim fyrstu sem heyrðum neyðarkall Prinsen- dam og hjálparbeiðni þess. (SOS). Williamsburg varð síðan í forystu við björgunina þar sem við urðum fyrstir þeirra sem færir voru um að veita aðstoð, á slysstað. Williamsburgh er bandarískt olíuflutningaskip, 103.812 lestirað stærð og 1095 feta langt. Venju- lega erum við í olíuflutningum milli Alaska og annarra banda- rískra hafna. Á meðan á björgun- arstörfunum stóð, vann aðstoðar- maður minn, Dave Ring loft- skeytamaður með mér en á Prins- endam var loftskeytastörfum allan tímann stjórna af Jack van der Zee, loftskeytamanni frá Beek í Hollandi. Lögðum við af stað frá San Francisco 25. september 1980, á- leiðis til Valdes í Alaska. Við vor- um á reglubundnum átta stunda vöktum á 500 kHz. Þó nokkru áð- ur en slysið átti sér stað, hafði ég heyrt í farþegaskipinu Prinsen- dam PJTA á 500 kHz, þar sem það var á leið upp með ströndinni, á- leiðis til Alaska. Þegar við sigldum síðan inn í Alaska flóann vissum við hvar Prinsendam var statt, sömuleiðis S/S Vinedam og S/S Mardi Gras og fleiri skip sem ég hafði heyrt í á 500 kHz. Ég var búinn að vinna lengi á strandstöð í San Francisco, KFS. Loftskeytamaður um borð í skipi veit alltaf um öll skip sem eru í grennd við hann og hann getur náð sambandi við og treyst á þegar þörf krefur. Það lítur út fyrir að loftskeytamenn hafi sjötta skiln- VIKINGUR 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.