Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Page 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1981, Page 23
Loftskeytamenn ómissandi um borö í október í fyrra sökk m/v Prinsendam, glæsilegt farþega- skip sem metið var á um 50 miljón dala, fyrir utan strönd Alaska. Á sjötta hundrað manns voru um borð í skipinu, og björguðust allir. Hér á eftir er greint frá þætti loftskeyta- manna í þessarri mestu björgun úr sjávarháska á síðari árum. Það er athylisvert, og íhugunarefni fyrir alla sjófarendur, hve vel loftskeytamönnum tókst að halda fjarskiptum gangandi á 500 khz þegar fjarskipti um gervihnött höfðu brugðist. Þetta sýnir, svo ekki verður um villst, að sjófarendur verða ávallt að standa vörð um öryggi sitt á hafi úti, og að grafið er undan þessu öryggi með því að þrýsta á um að loftskeytamönnum verði fækkað um borð í skipum. Þá er látinn fylgja með pistill, sem formaður danska skipstjórafélagsins flutti af sama til- efni. Björgun bandaríska farþegaskipsins Prinsendam Ég heiti Jim Pfister og ég skrif- aði þetta greinarkorn í þeirr von að það mætti verða öðrum til fróðleiks um þátttöku mína í björgun rúmlega 500 farþega af S/S Prinsendam. Ég var fyrsti loftskeytamaður um borð í T/T Williamsburg og er frásögn mín byggð á skrásetningu viðskipta okkar. Við vorum með þeim fyrstu sem heyrðum neyðarkall Prinsen- dam og hjálparbeiðni þess. (SOS). Williamsburg varð síðan í forystu við björgunina þar sem við urðum fyrstir þeirra sem færir voru um að veita aðstoð, á slysstað. Williamsburgh er bandarískt olíuflutningaskip, 103.812 lestirað stærð og 1095 feta langt. Venju- lega erum við í olíuflutningum milli Alaska og annarra banda- rískra hafna. Á meðan á björgun- arstörfunum stóð, vann aðstoðar- maður minn, Dave Ring loft- skeytamaður með mér en á Prins- endam var loftskeytastörfum allan tímann stjórna af Jack van der Zee, loftskeytamanni frá Beek í Hollandi. Lögðum við af stað frá San Francisco 25. september 1980, á- leiðis til Valdes í Alaska. Við vor- um á reglubundnum átta stunda vöktum á 500 kHz. Þó nokkru áð- ur en slysið átti sér stað, hafði ég heyrt í farþegaskipinu Prinsen- dam PJTA á 500 kHz, þar sem það var á leið upp með ströndinni, á- leiðis til Alaska. Þegar við sigldum síðan inn í Alaska flóann vissum við hvar Prinsendam var statt, sömuleiðis S/S Vinedam og S/S Mardi Gras og fleiri skip sem ég hafði heyrt í á 500 kHz. Ég var búinn að vinna lengi á strandstöð í San Francisco, KFS. Loftskeytamaður um borð í skipi veit alltaf um öll skip sem eru í grennd við hann og hann getur náð sambandi við og treyst á þegar þörf krefur. Það lítur út fyrir að loftskeytamenn hafi sjötta skiln- VIKINGUR 23

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.