Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Blaðsíða 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Blaðsíða 53
Hressir stýrimannanemar. F.v. Bjöm Sigtryggsson Homafirði, Sigurjón Þ. Ásgeirsson Homafirði, Rúnar Guðmundssson Kópavogi, Rafn Svansson Breiðdalsvík og Sigurður Guðnason Hornafirði, allir á 1. og 2. stigi nema Björn og Sigurður á 1. „Eftir því sein eftirspumin í skólann er minni þess hærri laun fáum við“, sögðu þeir. upp í brú. Á verslunarflotanum þurfa þeir mikið að sjá um pap- píra og bókhald en þeir þurfa að gjörþekkja störfin um borð. Við erum með þó nokkuð stífa verk- lega sjóvinnukennslu hér á fyrsta stigi til að geta útskrifað hæfa stýrimenn, það er ekki nóg að þeir séu bara á bókina. Að miðla þekkingu — Nú getur verið misjafnt hvað þú kynnist mörgum störfum á 24 mánaða siglingatíma. Sumir fá að kynnast stjórntækjum o.þ.h. en aðrir geta þurft að skúra gólf allan tímann. Það fer svo mikið eftir stýrimanninum sem þú lendir á vakt með, hvort hann leyfir þér að læra á tæki o.þ.h. — Þetta er einmitt það sem ég hef brýnt fyrir mínum nemend- um. Skipstjórnarmenn eiga auð- vitað að reyna að skóla upp efni- lega rnenn sem eru hjá þeim. Þetta held ég nú að flestir geri, þó ekki sé um neitt samstarf að ræða milli skólans og skipstjórnarmanna á hinum ýmsu skipum. Það ákjós-' anlegasta væri auðvitað að hægt VÍKINGUR væri að segja: hingað kemur eng- inn nema hann hafi verið sex mánuði á togara því ég tel þá vera bestu skólaskip sem völ er á; sex mánuði á nótaveiðiskipi, sex mánuði á fragtskipi, þijá mánuði á línubát o.s.frv. En það er erfitt í framkvæmd. Annars held ég að íslenskir sjómenn sem hafa út- skrifast úr þessum skóla sýni hon- um áhuga og tryggð. Það er mjög mikilvægt að reynt sé að segja mönnum til. En það getur líka farið eftir mönnunum sjálfum hve mikið þeir reyna að afla sér þekk- ingar í verklegum þáttum. Svo er misjafnt hvernig menn taka til- sögn, við suma má ekkert segja. Veiðarfæratankar — Hefur þú hug á að breyta einhverju í skólastarfinu, koma með nýjungar? Við höfum nú orðið nokkuð gott prógram fyrir verklega þátt- inn. Áð fá veiðarfæratanka tel ég stórmál fyrir svona skóla og nauðsynlegt að gerist. Þeir eru að fjalla um það í þinginu núna. I svona tanka er hægt að gera at- huganir á veiðarfærum og sjá hvernig þau virka í sjó með líkön- um af trollum o.þ.h. Mér finnst að svona tankur ætti að vera stað- settur hér við skólann þó aðrar stofnanir nýti hann líka. Við erum ákveðnir í að byrja E september næsta ár í staðinn fyrir 1. október eins og verið hefur. Við erum bundnir af reglugerð um skólann sem kveður á um 40 stundir í skyldufögum. Námskeiðunum er síðan öllum bætt ofan á þann tíma þannig að skóladagurinn er mjög langur. Fögin sem eru í reglu- gerðinni eru öll nauðsynleg og því erfitt um vik því engu má sleppa. Það eru ýmsar góðar hugmyndir um ný fög eins og t.d. um meðferð á fiski og veiðarfæratækni, en vandamálið er bara að koma þessu fyrir. Ég býst við að hætta algjörlega með óreglulega nem- endur og svo er verið að taka upp nýjar skólasóknarreglur. Ef menn falla niður fyrir ákveðna mæting- arprósentu, telur skólinn að þeir hafi ekki fengið þá kennslu sem lil þarf til að gangast undir próf. Það er ætlast til að hér sé mætt eins og á almenna vinnustaði. Mæting verður að vera a.m.k. 85%. Samlíkirinn — Þeir voru að tala um það strákarnir að þá langaði til að komast meira í tækin sem til eru. Þeim finnst samlíkirinn svo gott tæki og voru með þá hugmynd að hægt væri að komast í hann oftar t.d. ef eyða er í stundaskrá. — Já, það er ágætis hugmynd en þá þyrfti að hafa mann til um- sjónar. Það er e.t.v. hægt að koma þessu í framkvæmd. í Vest- mannaeyjum hafði ég tækjasalinn alltaf opinn og lét efsta bekkinn bera ábyrgð á honum. — Hvernig gengur ykkur að fylgjast með tækninýjungum sem tilheyra starfinu? — Við reynum að fylgjast með og verðum að gera það. Við ís- 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.