Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Side 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1981, Side 53
Hressir stýrimannanemar. F.v. Bjöm Sigtryggsson Homafirði, Sigurjón Þ. Ásgeirsson Homafirði, Rúnar Guðmundssson Kópavogi, Rafn Svansson Breiðdalsvík og Sigurður Guðnason Hornafirði, allir á 1. og 2. stigi nema Björn og Sigurður á 1. „Eftir því sein eftirspumin í skólann er minni þess hærri laun fáum við“, sögðu þeir. upp í brú. Á verslunarflotanum þurfa þeir mikið að sjá um pap- píra og bókhald en þeir þurfa að gjörþekkja störfin um borð. Við erum með þó nokkuð stífa verk- lega sjóvinnukennslu hér á fyrsta stigi til að geta útskrifað hæfa stýrimenn, það er ekki nóg að þeir séu bara á bókina. Að miðla þekkingu — Nú getur verið misjafnt hvað þú kynnist mörgum störfum á 24 mánaða siglingatíma. Sumir fá að kynnast stjórntækjum o.þ.h. en aðrir geta þurft að skúra gólf allan tímann. Það fer svo mikið eftir stýrimanninum sem þú lendir á vakt með, hvort hann leyfir þér að læra á tæki o.þ.h. — Þetta er einmitt það sem ég hef brýnt fyrir mínum nemend- um. Skipstjórnarmenn eiga auð- vitað að reyna að skóla upp efni- lega rnenn sem eru hjá þeim. Þetta held ég nú að flestir geri, þó ekki sé um neitt samstarf að ræða milli skólans og skipstjórnarmanna á hinum ýmsu skipum. Það ákjós-' anlegasta væri auðvitað að hægt VÍKINGUR væri að segja: hingað kemur eng- inn nema hann hafi verið sex mánuði á togara því ég tel þá vera bestu skólaskip sem völ er á; sex mánuði á nótaveiðiskipi, sex mánuði á fragtskipi, þijá mánuði á línubát o.s.frv. En það er erfitt í framkvæmd. Annars held ég að íslenskir sjómenn sem hafa út- skrifast úr þessum skóla sýni hon- um áhuga og tryggð. Það er mjög mikilvægt að reynt sé að segja mönnum til. En það getur líka farið eftir mönnunum sjálfum hve mikið þeir reyna að afla sér þekk- ingar í verklegum þáttum. Svo er misjafnt hvernig menn taka til- sögn, við suma má ekkert segja. Veiðarfæratankar — Hefur þú hug á að breyta einhverju í skólastarfinu, koma með nýjungar? Við höfum nú orðið nokkuð gott prógram fyrir verklega þátt- inn. Áð fá veiðarfæratanka tel ég stórmál fyrir svona skóla og nauðsynlegt að gerist. Þeir eru að fjalla um það í þinginu núna. I svona tanka er hægt að gera at- huganir á veiðarfærum og sjá hvernig þau virka í sjó með líkön- um af trollum o.þ.h. Mér finnst að svona tankur ætti að vera stað- settur hér við skólann þó aðrar stofnanir nýti hann líka. Við erum ákveðnir í að byrja E september næsta ár í staðinn fyrir 1. október eins og verið hefur. Við erum bundnir af reglugerð um skólann sem kveður á um 40 stundir í skyldufögum. Námskeiðunum er síðan öllum bætt ofan á þann tíma þannig að skóladagurinn er mjög langur. Fögin sem eru í reglu- gerðinni eru öll nauðsynleg og því erfitt um vik því engu má sleppa. Það eru ýmsar góðar hugmyndir um ný fög eins og t.d. um meðferð á fiski og veiðarfæratækni, en vandamálið er bara að koma þessu fyrir. Ég býst við að hætta algjörlega með óreglulega nem- endur og svo er verið að taka upp nýjar skólasóknarreglur. Ef menn falla niður fyrir ákveðna mæting- arprósentu, telur skólinn að þeir hafi ekki fengið þá kennslu sem lil þarf til að gangast undir próf. Það er ætlast til að hér sé mætt eins og á almenna vinnustaði. Mæting verður að vera a.m.k. 85%. Samlíkirinn — Þeir voru að tala um það strákarnir að þá langaði til að komast meira í tækin sem til eru. Þeim finnst samlíkirinn svo gott tæki og voru með þá hugmynd að hægt væri að komast í hann oftar t.d. ef eyða er í stundaskrá. — Já, það er ágætis hugmynd en þá þyrfti að hafa mann til um- sjónar. Það er e.t.v. hægt að koma þessu í framkvæmd. í Vest- mannaeyjum hafði ég tækjasalinn alltaf opinn og lét efsta bekkinn bera ábyrgð á honum. — Hvernig gengur ykkur að fylgjast með tækninýjungum sem tilheyra starfinu? — Við reynum að fylgjast með og verðum að gera það. Við ís- 53

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.