Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Blaðsíða 38
Siglingar
Leiguskip
Líklega hefur félagiö
sparað um 30
milljónir íslenskra
króna, meö þvi aö
kaupa ekki skipin
fyrir ári síöan, heldur
þurrleigja þau meö
íslenskum áhöfnum.
38 VÍKINGUR
þó aö geta tekiö i notkun
hagkvæmari og nýrri skip
hefur veriö nauðsynlegt i
sumum tilvikum að taka skip
á leigu.
Leiguskip gefa
ómetanlega reynslu
Með timabundinni notkun
leiguskipa á ákveöinni sigl-
ingaleið getur útgerö sann-
reynt notagildi og hagkvæmni
viökomandi skips. Þótt fyrir
liggi nákvæmar lýsingar á
skipi og gerö sé áætlun um
siglingu og flutninga skips-
ins, jafnast ekkert á viö þaö
aö reyna skip í rekstri í
ákveðinn tima áður en
ákvöröun er tekin um kaup.
Þaö skal þó viðurkennt að
óæskilegt er að útgerö reki
erlend skip meö erlendum
áhöfnum í mjög langan tima
til lykilverkefnis á arösamri
siglingaleið. Slíkt er erfitt aö
réttlæta og i þannig tilvikum á
að vera hægt aö fara nýjar
leiöir sem Eimskipafélagið
hefur haft frumkvæöi um,
meö gerö þurrleigusamninga.
Þurrleigusamningar
hafa opnað
ný tækifæri
Eimskipafélagið tók upp þá
nýbreytni á árinu 1980 aö
semja um þurrleigu á tveimur
skipum, ÁLAFOSSI og
EYRARFOSSI, en siöar voru
skipin keypt. Meö þvi aö gera
þurrleigusamning um skip,
þar sem nota má innlendar
áhafnir, og félagiö tekur á sig
allan rekstrarkostnaö, hefur
veriö reynt að tryggja ís-
lenskum sjómönnum atvinnu
og hafa algjöran yfirráöarétt
yfir rekstri skipsins eins og
um eigiö skip væri aö ræöa.
Þrjú erlend leiguskip eru nú i
rekstri hjá Eimskipafélaginu
á þurrleigu meö innlendum
áhöfnum, þ.e. REYKJAFOSS,
SKÓGAFOSS og BAKKA-
FOSS. Félagið hefur kaup-
heimild á öllum þessum skip-
um á föstu verði, sem er
ákveöinn öryggisventill ef
verö á skipum skyldi skyndi-
lega hætta.
Telja verður aö þurrleigu-
samningarnir séu tvímæla-
laust timamótafyrirbrigöi i
samningum um leigur skipa
hér á landi og hafa gefið
Eimskipafélaginu tækifæri til
að taka í notkun hagkvæm,
dýr og afkastamikil skip sem
aö öörum kosti heföi verið
óframkvæmanlegt eða mjög
áhættusamt. Sem dæmi má
nefna aö síðan EIMSKIP tók
skipin SKÓGAFOSS og
REYKJAFOSS á þurrleigu
fyrir u.þ.b. einu ári, hefur
markaösverð þessara skipa
falliö um u.þ.b. 20 — 25%.
Líklega hefur félagiö sparaö
um 30 milljónir króna á þvi aö
kaupa ekki skipin fyrir ári siö-
an, heldur frekar þurrleigja
þau meö íslenskum áhöfnum.
Markmið félagsins hefur
samt sem áöur verið náö, þ.e.
skipin annast flutninga til og
frá landinu eins þau væru í
eigu félagsins og eru mönnuö
islenskum áhöfnum.
Þjóðhagsleg
hagkvæmni
Vafasamt er aö telja leigu
skipa sóun á gjaldeyri, þvi
skip er ekki hægt aö eignast
nema beint eöa óbeint með
erlendum lánum, meö tilheyr-
andi afborgunum og vaxta-
greiöslum. Stærstur hluti
rekstrarkostnaðar skips er
erlendur kostnaöur s.s. fjár-
magnskostnaöur, viðhald,
tryggingar, brennsluolía o.fl..
Telja verður á timum mikillar
skuldasöfnunar þjóðarbúsins
aö hóflegar fjárfestingar i
skipum séu af hinu góöa.
Margar nágrannaþjóöir okkar
hafa fjárfest um of í skipum
og þess vegna lent í gífurleg-
um erfiðleikum. i mörgum
nágrannalöndum eru nú
bankar orðnir stærstu skipa-
eigendurnir.
Þaö er sjálfsagt fyrir okkur
íslendinga, aö notfæra okkur
þaö ástand sem er á mark-
aðnum, og haga leigu skipa,
kaupum og sölu i samræmi
viö þaö. Skoðanaskipti út-
gerða og samtaka sjómanna
um þessi atriði eru sjálfsögö
og af hinu góöa en eigendur
og stjórnendur fyrirtækjanna
veröa sjálfir að geta haft
ákvöröunarvald varðandi þá
miklu áþyrgö sem felst í
fjárfestingum i skipum og
töku leiguskipa.
Erlend samkeppni
mun vaxa
Vegna mikillar kreppu í al-
þjóöasiglingum, og fækkunar
skipa i rekstri, er fjöldi far-
manna viöa erlendis atvinnu-
laus. Þaö er þvi ekki auövelt
aö leigja skip til skamms tíma
með íslenskum áhöfnum þó
ekki sé þaö nema vegna
þess aö erlendir farmenn
hafa samningsbundinn upp-
sagnarfrest eins og aðrir.
Þaö er því eingöngu kleift aö
manna erlend leiguskip meö
islenskum áhöfnum þegar
um langtímaleigur er aö
ræöa, sem grundvallast á þvi
aö um örugg verkefni sé að
ræöa.
Full ástæöa er til þess að
vekja athygli á þeirri vaxandi
erlendu samkeppni sem is-
lensk kaupskipaútgerö býr
viö. Þaö væri verðugt verkefni
fyrir samtök sjómanna hér á
landi aö lita á þróun þeirra
mála sbr. Rainbow Naviga-
tion. Eina vörn okkar gegn