Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Blaðsíða 40
Leiguskip og atvinna sjómanna Töluvert hefur verið rætt um leiguskip að undanförnu og ekki að ástæðulausu. Vegna fyrirspurnar Eiðs Guðnasonar alþingismanns til viðskiptaráðherra, Matthí- asar Bjarnasonar, á Alþingi 18. mars sl. um fjölgun leiguskipa í þjónustu íslenskra aöila, kom fram hjá ráðherra að 27 leiguskip, mönnuð erlendum áhöfnum að mestu leyti, voru í þjónustu 7 innlendra aðila á síöustu 60 dögum. í tímabundnum verkefn- um voru 20 skip og 7 skip í föstum áætlunarsiglingum. Þetta er sorgleg staðreynd þegar á sama tíma fjöldi skipa í eigu íslendinga er seldur úr landi, skip sem önnuðu samskonar verkefnum og leiguskipin gera nú. Ari Leifsson formaður Stýrimanna- félags íslands. Skógafoss er þýskt leiguskip, sem siglir undir Panamaflaggi, en áhöfnin er íslensk, svo- kallað þurrleiguskip. Það sem vekur athygli er, að nærri undantekningar- laust eru þessi leiguskip af þýsku þjóðerni og fremur ný- leg að gerð. Þjóðverjar hafa á undanförnum árum byggt upp verslunarflota sinn á skjótan og áhrifaríkan hátt með þeim árangri, að þeir virðast vera að yfirtaka að meira eða minna leyti leiguskipamark- aðinn i Norður-Evrópu, Miðj- arðarhafi og jafnvel viðar, sem þessi skip eru sérstak- lega hönnuð fyrir. Skip þessi eru flest á bilinu 499 til 4000 brt. að stærð og hönn- uð fyrst og fremst til gáma- flutninga og einnig annarra verkefna. Sofa á verðinum Hvað er það sem gerir hin þýsku útgerðarfyrirtæki svona samkeppnishæf við t.d. útgerðir á Norðurlönd- unum? Fjármagnskostnaður hinna þýsku útgerða er minni, þar sem þær njóta betri lána- kjara en gengur og gerist á hinum almenna peninga- markaði, sem keppinautar þeirra verða að búa við. Ástæðan er sú að sérstök stofnun eða banki i eigu þýska ríkisins hefur eingöngu það verkefni, að lána til ný- smiða á skipum, byggðum í Þýskalandi, með betri kjörum en gengur og gerist og er hluti lánsins óafturkræfur ef útgerðin gerir út skipið í sjö ár undir þýskum fána. Þarna virðist vera um hreina niöur- greiðslu að ræða. Það hefur m.a. komið fram i greinum um þessi mál á Norðurlöndunum, að þar telji menn að stjórn- völd hafi sofið illilega á verð- inum. Ástæðan fyrir því að ég vitna í Norðurlöndin er sú, að t.d. Danir sem voru talsvert umsvifamiklir á fyrrnefndum mörkuðum hafa nú misst sinn hluta að miklu leyti til Þjóð- verja. Sömu mönnunarreglur Það hefur stundum komið fram i málflutningi þeirra sem fjalla um þessi mál að ein ástæðan fyrir betri sam- keppnisstöðu Þjóðverja sé sú, að þeir hafi frjálsari reglur um mönnun sinna skipa. Þetta er rangt, því Þjóðverjar eru aðilar að alþjóðasam- þykkt um lágmarksmönnun skipa og verða því að fara eftir henni eins og önnur riki sem staðfest hafa þessa al- þjóðasamþykkt. Enda hefur komið i Ijós, að þau þýsku leiguskip sem hingað koma eru með sömu heildarmönn- um og hérlend skip af sömu stærð. Undantekningar geta verið á þessu og er þá yfirleitt um að kenna óheiðarleika út- gerðarmanna sem brjóta öll lög og reglur sér til ábata, en sjómennirnir voga sér ekki að mótmæla vegna hættu á að missa starfið. Einnig eru mörg dæmi þess, að þýskir útgerðarmenn greiði sjó- mönnum i þjónustu sinni lak-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.