Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Síða 40
Leiguskip og atvinna sjómanna
Töluvert hefur verið rætt um leiguskip að undanförnu og ekki að ástæðulausu.
Vegna fyrirspurnar Eiðs Guðnasonar alþingismanns til viðskiptaráðherra, Matthí-
asar Bjarnasonar, á Alþingi 18. mars sl. um fjölgun leiguskipa í þjónustu íslenskra
aöila, kom fram hjá ráðherra að 27 leiguskip, mönnuð erlendum áhöfnum að mestu
leyti, voru í þjónustu 7 innlendra aðila á síöustu 60 dögum. í tímabundnum verkefn-
um voru 20 skip og 7 skip í föstum áætlunarsiglingum. Þetta er sorgleg staðreynd
þegar á sama tíma fjöldi skipa í eigu íslendinga er seldur úr landi, skip sem önnuðu
samskonar verkefnum og leiguskipin gera nú.
Ari
Leifsson
formaður
Stýrimanna-
félags íslands.
Skógafoss er þýskt
leiguskip, sem siglir
undir Panamaflaggi, en
áhöfnin er íslensk, svo-
kallað þurrleiguskip.
Það sem vekur athygli er,
að nærri undantekningar-
laust eru þessi leiguskip af
þýsku þjóðerni og fremur ný-
leg að gerð. Þjóðverjar hafa á
undanförnum árum byggt upp
verslunarflota sinn á skjótan
og áhrifaríkan hátt með þeim
árangri, að þeir virðast vera
að yfirtaka að meira eða
minna leyti leiguskipamark-
aðinn i Norður-Evrópu, Miðj-
arðarhafi og jafnvel viðar,
sem þessi skip eru sérstak-
lega hönnuð fyrir. Skip þessi
eru flest á bilinu 499 til
4000 brt. að stærð og hönn-
uð fyrst og fremst til gáma-
flutninga og einnig annarra
verkefna.
Sofa á verðinum
Hvað er það sem gerir hin
þýsku útgerðarfyrirtæki
svona samkeppnishæf við
t.d. útgerðir á Norðurlönd-
unum? Fjármagnskostnaður
hinna þýsku útgerða er minni,
þar sem þær njóta betri lána-
kjara en gengur og gerist á
hinum almenna peninga-
markaði, sem keppinautar
þeirra verða að búa við.
Ástæðan er sú að sérstök
stofnun eða banki i eigu
þýska ríkisins hefur eingöngu
það verkefni, að lána til ný-
smiða á skipum, byggðum í
Þýskalandi, með betri kjörum
en gengur og gerist og er
hluti lánsins óafturkræfur ef
útgerðin gerir út skipið í sjö ár
undir þýskum fána. Þarna
virðist vera um hreina niöur-
greiðslu að ræða. Það hefur
m.a. komið fram i greinum um
þessi mál á Norðurlöndunum,
að þar telji menn að stjórn-
völd hafi sofið illilega á verð-
inum. Ástæðan fyrir því að ég
vitna í Norðurlöndin er sú, að
t.d. Danir sem voru talsvert
umsvifamiklir á fyrrnefndum
mörkuðum hafa nú misst sinn
hluta að miklu leyti til Þjóð-
verja.
Sömu
mönnunarreglur
Það hefur stundum komið
fram i málflutningi þeirra sem
fjalla um þessi mál að ein
ástæðan fyrir betri sam-
keppnisstöðu Þjóðverja sé
sú, að þeir hafi frjálsari reglur
um mönnun sinna skipa.
Þetta er rangt, því Þjóðverjar
eru aðilar að alþjóðasam-
þykkt um lágmarksmönnun
skipa og verða því að fara
eftir henni eins og önnur riki
sem staðfest hafa þessa al-
þjóðasamþykkt. Enda hefur
komið i Ijós, að þau þýsku
leiguskip sem hingað koma
eru með sömu heildarmönn-
um og hérlend skip af sömu
stærð. Undantekningar geta
verið á þessu og er þá yfirleitt
um að kenna óheiðarleika út-
gerðarmanna sem brjóta öll
lög og reglur sér til ábata, en
sjómennirnir voga sér ekki að
mótmæla vegna hættu á að
missa starfið. Einnig eru
mörg dæmi þess, að þýskir
útgerðarmenn greiði sjó-
mönnum i þjónustu sinni lak-