Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Blaðsíða 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Blaðsíða 54
Skoðun mín Hcroönú Guðbjartur Gunnarsson stýrimaður Lifum við betur af leik að knetti en starfi á sjó? 54 VÍKINGUR Ekki fer hjá því að þessi spurning leiti á hugann, þegar lagt er fram frumvarp á Alþingi um aukafjárveitingu til þoltaleiksmanna eftir sigur- sælan leik þeirra í Sviss á dögunum. Öll öryggis- og löggæsla á hafinu við landið er í molum, sjókort af hafinu kringum landið að mestu leyti frá því um aldamót og fræðsla sjómanna — þæði undir- og yfirmanna — í algjöru lágmarki; allt vegna fjárskorts. Höfum við efni á, við þessar að- stæður, að henda fimm milljónum króna í handbolta? Óhjákvæmilegt er að álíta að þeir góðu þingmenn, sem slíkt leggja til, hafi einkennilegt verðmæta- og gildismat. Gæslan keypti nýja þyrlu af minni gerð og lét upp í kaupin aðra, sem er eldri og ekki eins hagkvæm lengur. Ekki er nema gott um það að segja. En það vantaði talsverða upphæð til að endar næðu saman. Til að brúa það bil er brugðið á það ráð að leigja Fokkervélina til áætlunar- flugs! Þetta er gert þrátt fyrir há- vær mótmæli FFSÍ, Sjó- mannasambands Islands, Slysavarnarfélags íslands og fjölda þingmanna. Þessi að- ferð til að afla fjár til kaupa á litilli þyrlu, sem litið geturfar- ið yfir sjó, er flestum þeim sem stunda sjó eða hafa af- skipti af öryggis- og velferðar- málum sjómanna algerlega óskiljanleg og hljóta raunar aö vera áhöld um það hvort þetta sé i raun og veru lög- legt. Reyndartel ég nauðsyn- legt að fá úr þvi skorið fyrir dómstólum. Hræddur er ég um það færi um ýmsa, ef slys yrði i hafinu og enginn nægi- lega vel útbúin flugvél tiltæk i leitar- og björgunarflug. Nei, þessu flugvéladæmi þyrfti að snúa algerlega við. í stað þess að Flugleiðir séu með Fokkerinn á leigu frá Land- helgisgæslunni ætti gæslan að hafa full og óskoruð um- ráð yfir sinni flugvél og þar aö auki ætti að vera tiltæk önnur sambærileg vél hjá Flugleið- um, sem gæslan gæti fyrir- varalaust fengið umráð yfir t.d. þegar þeirra vél væri í skoðun eða langvarandi leit stæði yfir. i þessu sambandi langar mig að varpa þeirri spurningu fram til viðkomandi yfirvalda og ég vænti svars; hvort hægt sé að fá leigðan lögreglubíl eða sjúkrabil til að nota á sendibílastöð ...? Það tekur ekki langan tíma að setja nauðsynleg tæki i bílinn ef útkall kæmi og þyrfti að nota í það sem hann var keyptur til! Skipaútgerð Gæslunnar Látum þetta duga um flugmálin, en hugum aðeins að skipaútgerð og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Eins og málin standa nú eru þrjú varðskip i eigu Gæsl- unnar. Þetta eru allgóö skip á sína visu en farin dálítið að eldast og þurfa talsvert við- hald enda það elsta komið hátt á þritugsaldurinn, en það er Óðinn, sem var smíðaður 1959. Þegar þessi þrjú skip eru öll í gangi getum við aðeins reiknað með að tvö þeirra séu að staðaldri á sjó i einu. Aöeins litinn hluta ársins get- um við reiknaö með að öll skipin þrjú séu á sjó. Þarna sýnist mér skjótra úrbóta þörf. Það er nauðsynlegt að fjölga skipum í gæslunni. Ég held að það væri ekki of í lagt að skipin væru fimm svo hægt væri að staðaldri að hafa eitt skip við hvern landsfjórðung að gæslu- og björungarstörfum sérstak- lega þegar haft er í huga að Alþjóðasiglingamálastofnun- in hefur úthlutað islandi björgunarsvæði, sem er um 980 þúsund ferkílómetrar. Hver maður meö reynslu af björungar og löggæslu á sjó hlýtur að sjá að til þess að sinna þeim á viðunandi hátt á þessu hafsvæði ber brýna nauðsyn til að stórefla Land- helgisgæsluna í stað þess að skerða. Eða eigum við kannski um alla framtið að reiða okkur á varnarliðið til bjargar? Ef svo er, er best að viðurkenna það opinberlega, svo alþjóð viti hvar við stönd- um i þessu efni, en ekki að vera að pukra með það. Stjórnstöðin er fámenn og mannlaus um helgar. Sjómælingar og sjókortagerð En snúum okkur nú að Sjó- mælingum Íslands og sjó- kortagerð af hafinu umhverfis landið og af landgrunninu. Þar er ástandið þannig að leiðsögubók fyrir sjómenn hefur verið ófáanleg í 20 ár. Þegar reynt er að knýja á um útgáfu hennar er ýmist sagt að það vanti pening til útgáf- unnar eða þá að forstöðu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.