Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Blaðsíða 12

Sjómannablaðið Víkingur - 01.04.1986, Blaðsíða 12
Fíkniefni Maöur hefur auövitaö heyrt sögur um aö menn hafi horfiö í hafiö, ýmist uppdópaöir eöa fullir, og þaö getur svo sem vel veriö satt íeinhverjum tilvikum, en ég þekki þaö ekki. Þaö er enginn þrældómur um borö í þessum skipum, enda eru vökulögin virtíflestum til- vikum. Efmennirnir vinna meira, erþaö þeirra mál. 12 VÍKINGUR „Ég þekki engin dæmi um það á þeim skipum sem ég hef verið á“, sagði annar Akureyringurinn, sem við ræddum viö. „Maður hefur auðvitað heyrt sögur um aö menn hafi horfið i hafið, ýmist uppdópaðir eöa fullir, og það getur svo sem vel veriö satt i einhverjum tilvikum. En eins og ég segi, þá þekki ég það ekki.“ Hinn Akureyringurinn var líka i vafa: „Það er auðvitað líklegt að sá sem er dópaður verði frekra fyrir slysi en sá sem er allsgáður, en ég get ekkert sagt þér af eigin reynslu i þeim efnum “. Guðjón Kristjánsson þekkti þetta vandamál ekki heldur af eigin reynslu. „Ég veit ekki, hvort sam- band er þarna á milli. En vafa- laust er sá maöur vanhæfari til starfa en ella, sem er drukkinn eða i lyfjavimu. Þess vegna hljóta likurnar að aukast á slysum ef menn eru undir áhrifum fikniefna á jafn- erfiðum vinnustað og fiski- skipi. Þar þurfa menn að vera vel vakandi, enda öflug tæki og hættuleg sem unnið er með. Ein óvarleg hreyfing getur kostaö menn líf eða limi. Þess vegna er Ijóst að menn sem ekki eru með sjálf- um sér i starfi hljóta að vera hættulegir sjálfum sér ekki síöur en öðrum. Þar gilda raunar sömu reglur og um ökumenn. Ég tel að okkur sjómönnum sé nauðsynlegt að fá fræðslu hjá Fikniefnalögreglunni og læknum, um hvernig fikni- efnaáhrifin lýsa sér, hvernig þeir haga sér sem eru undir áhrifum slíkra efna og hvernig hægt er aö þekkja þá. Ég held að þeir sjómenn sem kosið hafa sér þetta starf að ævistarfi hljóti að vilja losna við svona menn úr stéttinni, á sama hátt og annars staðar úrþjóöfélaginu. Ég veit til dæmis að i Þýskalandi er hægt að biðja fyrirgreiðslumenn skipa um að kalla fikniefnagengi um borð i skipin áöur en þau láta úr höfn áleiðis heim. Þá eru skipin fínkembd og ekkert ætti að geta komist undan. Ég vildi hvetja menn til að athuga þetta, þegar þeir eru í siglingu, til að losna viö hluti sem þeir vilja ekki að séu um borð i skipum þeirra." Fjögur af sex Eins og við er að búast er „Eirikur" á dálitið öðru máli. „Miðað við þann fjölda manna sem stundar fikni- efnaneyslu úti á sjó, þá er hlutfall slysa af völdum hennar stórt. Þar eru í lang- stærstum meirihluta hrein klaufaslys sem eru bein afleiðing neyslunnar og ekki alvarleg. Hvaö alvarlegri slysin áhrærir má eiginlega segja að þaö sé tilviljana- kennt að neytendur lendi i þeim. Fjögur af sex slysum, sem ég hef horft á síðastliðin fimm til sex ár, hafa orsakast af þvi að viökomandi var ýmist und- ir áhrifum eða nýbúinn að fá sér i pípu. Hin tvö urðu fyrir hreina slysni, vegna þess að þeir sem urðu fyrir þeim voru staddir á óheppilegum stað á óheppilegum tíma.“ Þrældómur eða stífar tarnir? Hjá „Eiríki" kemur i síðasta tölublaði fram að það sé ekki sist vinnuþrælkunin sem geri það að verkum að menn éta örfandi lyf; og þá hreinlega til að halda sér gangandi við langar vökur. Ekki voru aðrir sem rætt var við sammála um þetta atriði. Vilja raunar meina að hugtakið þrældóm- ur sé út i hött. „Það þarf vissulega að taka til höndum þá daga sem eitthvað fiskast", segir Guð- jón Kristjánsson, „en ég held að það sé orðum aukið að tala um þrældóm. Það koma hvildir á milli, auk þess sem þetta byggist auðvitað lika á vinnuaðstöðunni um borð í skipunum. Ég veit til dæmis af eigin reynslu að með breyttri tilhögun var hægt að auka afköst i slægingu um 30% án þess að það hefði i för með sér aukiö álag. En svo veit maður auðvitað um skip þar sem jafnvel er enn verið að bera karfann i körf- um. Lögin um sex tima vaktir og sex tíma frivaktir eru ennþá í gildi; menn verða að athuga það. Um borð hjá mér notum við það vaktakerfi, en leysum upp vaktir þegar vel fiskast. Það eru hins vegar undan- tekningartilvik." „Það er enginn þrældómur um borð i þessum skipum, enda vökulögin virt i flestum tilfellum", segir Ólafur Örn á Viöey RE. „Ef mennirnir vinna meira, er það þeirra mál. Á þeim hvílir engin pressa frá yfirmönnum. Hins vegar eru það eðlileg viðbrögð hjá mannskapnum að vilja vinna meira ef vel fiskast, þvi ekki vilja þeir láta fiskinn skemm- ast. Menn eru kannski búnir að vera í reiðileysi i fjóra — fimm daga þegar skyndilega kemur hrota og þá reyna þeir að koma fiskinum í lest. En það er einstakt ef svona tarn- ir standa meira en sólar- hring." Frekar að félagarnir þrýsti á mann ... Reyðfirðingurinn tók í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.