Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1992, Side 31
RISINN SIGLIR A NY
Loksins er lokið viðgerð á risanum
mikla Jahi'e Viking, en þetta skip er
það stærsta í heimi og mælist 564.739
tonn. Jahre Viking hét áður Seawise
Giant og undir því nafni varð skipið
fyrir miklum skemmdum í stríðinu
milli írana og íraka í maímánuði árið
1988. Endurbygging skipsins fór
fram hjá Keppel skipasmíðastöðinni í
Singapore og kostaði rúmar 38 millj-
ónir bandarikjadollara, eða um 2,2
milljarða íslenskra króna. Talsverð
töf varð á endurbyggingu skipsins
þar eð umtalsvert magn af ósprungn-
um sprengjum fannst í skipinu.
Skipið er nú í eigu norsku útgerðar-
innat Jahre Shipping, með Osló sem
heimahöfn.
EITURLYFJAVANDI
Nýjar reglur unt eiturlyfjapróf
fyrir bandaríska sjómenn gengu í
gildi í Bandaríkjunum 1. október s.l.
Miklar deilur risu þegar bandaríska
strandgæslan (USCG) kynnti fyrst
þessar reglur í nóvember 1988 og var
höfðað mál fyrir bandarískum dóm-
stólum til að hindra frantkvæmd
þessara reglna. Niðurstöður dómsins
voru þær að USCG yrði að endur-
vinna reglurnar og urðu þær fyrst að
veruleika s.l. október. Reglurnar
kveða á um að útgerðir kaupskipa
verði að láta sjómenn í þjónustu sinni
gangast undir eiturlyfjapróf reglu-
lega en þess er ekki krafíst með
áhafnir fiskiskipa svo og rannsóknar-
manna urn borð í rannsóknaskipum.
Víða í Evrópu hafa fyrirtæki sjálf
komið sér upp reglum hvað þetta
varðar og hefur gætt talsverðrar
óánægju meðal sjómanna þar, þeir
telja fyrirtækin leggja alla undir grun
um ólöglega lyfjanotkun.
VÉLSTJÓRAÞÆGINDI
Ýmsum nýjum hugmyndum skýt-
ur alltaf öðru hverju upp á yfir-
borðið þegar verið er að hanna ný
skip. Nýlega var lokið við smíði á 122
metra löngu gámaskipi hjá Husumer
Werft (Perla ex Grjótjötunn var
smíðuð þar) í Þýskalandi sem gefið
var nafnið Wodan. Sú nýjung er á
smíði þessa skips, sem jafnframt er
stærsta skip sem smfðastöðin hefur
byggt, að aðalvél skipsins er höfð öll
fyrir framan yfirbygginguna. Nú
þarf ekki lengur að taka yfirbygging-
una af vegna stórviðgerða á aðalvél
Jahre Viking, sem Seawise Giant.
Jahre Viking áður en viðgerð hófst 1988.
eða drösla hlutum eftir íbúðargöng-
um til að koma þeim niður í vél. Því
er svo við að bæta að stærð skipsins
ákvarðaðist af breidd þess þar eð
skip þurfa að fara um skipakví til að
komast út úr höfninni í Hiisum en
einungis 44 millimetrar voru upp á
að hlaupa við að koma Wodan þaðan
út.
SNEMMA BEYGIST...
Síðastliðið sumar fóru fulltrúar
ITF, að beiðni breska sjómannafé-
lagsins (NUS), um borð í pólskt skip
sem var í höfn í Belfast á írlandi.
an.
31