Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1992, Side 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1992, Side 35
Marel selur mikið í Noregi Söluverðmæti Marel-tækja í Noregi á síðasta ári nemur rúmlega 70 mill- jónum ísl. króna og horfur eru mjög góðar á áframhaldandi söluaukningu á yfirstandandi ári. Geir A. Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Marels, afhenti fulltrú- um umboðsfyrirtækisins í Noregi, Maritech Systems A/S, viðurkenn- ingu fyrir mesta söluaukningu á milli ára. Ástin — ástin Bæjarins besta — óháð fréttablað á Vestfjörðum sagði nýlega frá ungum manni sem henti sér í ísafjarðarhöfn af einskærri ást til stúlku sent vildi lítið með hann hafa. Hann var svo hífður upp úr höfninni en þá varð hann svo vondur að löggan varð að setja á hannhandjárn. I löggunni á ísafirði eru góðir drengir sem skildu sorg unga mannsins og hjálpuðu honum í heitt bað uppi á stöð og gáfu honum svo kaffitár. Að þessu fengnu var talið óhætt að flytja hann heim til sín. Hvort hjarta ungmeyjarinnar hefur bráðnað við svo öfluga ástar- játningu vitum við ekki. Hitt er okk- ur nú loksins ljóst að ástin er enn ósköp svipuð og hún var á öldum áður þegar hetjur gengu í opinn dauðann til að tjá elskunni sinni ofurþunga ástarinnar. Hvað sú heitt- elskaða átti svo að gera með dauðan mann er okkur óljóst enn. Nemar í fiskifræði „Eg veit til dæmis ekki um neinn sem er í framhaldsnámi í fiskifræði í augnablikinu.“ Þetta er haft eftir Jóni Þórðarsyni námsbrautarstjóra sjávarútvegsdeildarinnar í háskólan- um á Akureyri í viðtali íjólablaði Víkingsins á síðast liðnu ári. Islenskum nemum í fiskifræði við háskólann í Bergen féll þetta ekki vel og þeir skrifuðu Jóni bréf þar sem þeir segja honum frá því að finnn Islendingar séu þessa stundina við framhaldsnám í fiskifræði við er- lenda háskóla, fjórir þeirra í Bergen og einn í Seattle, USA. Þessir menn eru: Magnús Þór Hafsteinsson, Ingi Rúnar Jónsson, Sigurður Þór Jóns- son og Þorsteinn Sigurðsson í Berg- Á myndinni eru taldir frá vinstri: Tore Björná, Magni Veturliðason og Odd Fol- land frá Maritech Systems A/S og Geir A. Gunnlaugsson, Þórður Ingason og Þórólf- ur Árnason frá Marel. en og Geir Oddsson í Seattle. Þeir gera stutta grein fyrir námsferli sínum á háskólastigi og allir hafa þeir starfað sem rannsóknarmenn á Veiðimálastofnun eða Hafrann- sóknastofnun, Magnús Þór reyndar við báðar og Geir einnig sem útibú- sstjóri Hafrannsóknastofnunar í Ól- afsvík. Bréfritarar sendu ritstjóra Víkingsins afrit af bréfinu og óskuðu eftir því að þessar upplýsingar kærnu fram í blaðinu. Sjálfsagt er að verða við þeirri ósk. Bréfi sínu til Jóns ljúka þeir með þessum orðum: „I lokin viljum við lýsa takmarkaðri hrifningu okkar á orðum þínum um að íslenskir náms- menn kjósi fremur að leggja stund á söngmenntir en önnur fög sent hagnýtari þættu. Unnnæli af þessu tagi eru lítt til þess fallin að draga úr hleypidómum gagnvart námsmönn- um, ekki síst þegar þau eru höfð eftir framámanni við háskóla Islands á almennum vettvangi." SKOÐUN OG VIÐGERÐIR GÚMMÍBÁTA. EINNIG SKOÐUN OG VIÐGERÐ BJARGBÚNINGA. Gúmmíbátaþjónustan Eyjaslóð 9 ■ Örfyrisey ■ sími 91-14010 • fax 91-624010.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.