Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Blaðsíða 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Blaðsíða 10
VÍKINGUR Snæbjörn Gíslason, útgerðarmaður á Patreksfirði: Staðan er vonlaus eftir síðustu úthlutun „Staðan hjá mér er alveg vonlaus eftir síðustu kvótaúthlutun. Það er engin leið að framfleyta fjölskyldu á þeim tekjum sem nítján tonn af þorski gefa,“ segir Snæbjörn Gíslason, útgerðarmaður á Patreksfirði, í viðtali við Sjómannablaðið Víking Vorið 1990 keypti Snæbjörn nýjan tíu tonna bát, Ævar BA 25. Fyrsta árið var veiði frjáls á báta af þessari stærð. Þá öfluðust nær 180 tonn af fiski á Ævar á tímabilinu frá 20. apríl til 1. desember, mest þorski. Úr 180 tonnum í 19,3 „Utgerð báta af þessu tagi virtist vænleg áriðl990 en síðan hefur held- ur betur sigið á ógæfuhliðina. Við út- hlutunina núna fæ ég rúm nítján tonn. Það er hægt að halda bát eins og mínum úti með áttatíu tonna ársafla eða svo, en ekki ef kvótinn er bara nítján tonn,“ segir Snæbjörn. Snæbjörn er einn þeiiTa manna sem ekki fengu úthlutað kvóta eftir aflareynslu vegna þess að hann hafði aðeins gert út í eitt ár þegar kvóti var settur á smábátana árið 1991. Snæbjörn fékk því úthlutað meðal- kvóta, sjötíu tonnum. Þar af voru sextíu tonn þorskur. „Það bjargaði mér þarna að ég átti húsnæði hér niðri á bryggju og gat verkað fiskinn sjálfur. Eg flakaði úti á sjó og konan verkaði í landi,“ segir Snæbjörn. Við úthlutun kvótans haustiðl991 minnkuðu möguleikarnir enn og þá komu 43 tonn af þorski í hlut Snæbjarnar auk lítilsháttar af öðrum afla. Og enn seig á ógæfuhliðina árið eftir; þorskkvótinn 33 tonn. Haustið 1993 var kvótinn kominn niður í 25 tonn og nú í haust í nítján tonn. „Ég veit ekki hvað ég á að gera. Tryggingin ein af bátnum er urn 400 þúsund fyrir utan mannatryggingar. Það er engin leið að selja svona bát en það er talað um að redda okkur, sem erum í þessari stöðu, með því að úr- elda bátana. Það er hart að fara þannig með ný skip í fullkomnu lagi,“ segir Snæbjörn. Línutvöföldunin frá nóvember til febrúar er eini ljósi punkturinn. Þó nýtist sá möguleiki illa fyrir menn á tíu tonna bátum. Snæbjörn hefur skoðun á því: „Svona bátar eiga að standa uppi á kambi um háveturinn. Ég hef verið skipstjóri á skuttogurum og veit hvernig vetrarveðrin eru hér útifyrir. Það rær enginn af viti á tíu tonna bát þann tíma sem línutvöföldunin gildir. Eini möguleikinn sem ég sé nú er að leigja kvótann og taka við fiskinum til verkunar. Þá er hægt að spara sér hluta af útgerðarkostnaðinum,“ segir Snæ- björn. Dugar ekki til framfærslu „Eftir sem áður duga nítján tonn af þorski ekki til að framfleyta fjöl- skyldu og borga allan fastan kostnað við útgerðina. Ég hef fyrir fjögurra manna fjölskyldu að sjá. Synirnir tveir eru í Vél- og Stýrimannaskólunum og þeir þurfa stuðning við námið. Sú tíð er liðin að hægt sé að vinna sér inn fyrir skólakostnaðinum með sumar- vinnunni einni. Ég sé satt að segja ekki hvað hægt er að gera í stöðunni. Kvótakverfið þarf að vera miklu sveigjanlegra en það er fyrir okkur sem keyptum bátana aðeins of seint. Mér finnst að Hagræðingarsjóður ætti að koma inn í svona dæmi og leiðrétta vitleysuna,“ sagði Snæbjörn. 10

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.