Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Blaðsíða 16
VÍKINGUR Jón Grímsson hefur verið búsettur á vesturströnd Bandaríkjanna: Fiskurinn er svo verðmætur að þú verður að henda honum strax! Jón Grímsson er fæddur og upp- alinn á ísafirði en hefur verið búsettur á vesturströnd Bandaríkjanna síðan 1976. Hann gerði það sem marga dreymir um; stakk sér í djúpu laugina og fór utan. Þar er hann kvæntur, á tvö börn og hefur rekið eigið fyrirtæki í tíu ár. Jón hefur fiskað upp og niður eftir vesturströnd Bandaríkjanna á ýmsum bátum og í Alaska á eigin frystitogara. Hann lýsir bandarískri fiskveiðistjórnun sem „vitleysu þar sem menn henda helmingi meiri afla í hafið en þeir koma með í land“ og hefur áhyggjur af því að Islendingar séu að synda inn í sama ruglið. „Ég vann hjá náunganum sem ég fór út með í San Francisco í eitt ár á um það bil 100 tonna bát með skut- drætti. Ég var náttúrulega ekki með nein réttindi til að vinna þarna en hann sá bara um þetta fyrir mig og þegar ég ætlaði að hætta þá fékk hann fyrir mig atvinnuleyfi eins og skot. Svo fór ég upp til Alaska á krabbaveiðar. Vann þar fyrst með vestfirskum manni sem heitir Pétur Njarðvík og fór síðan út á ýmsum skipum frá Alaska, Oregon, Washington og Kaliforníu. Ég var háseti, stýrimaður og skipstjóri. Það gekk ekkert illa að vinna sig upp ef maður lagði bara hart að sér. Það þurfti engin réttindi eða nokkurn ska- paðan hlut, það var bara spurt að því hvað maður gæti gert og svo reyndi maður að sanna sig.“ Hagnaðist mest á því í Bandaríkjunum að selja Rússum! „Ég keypti 75 tonna bát í félagi við Guðjón Guðmundsson, sem býr enn- þá úti. Það var ekkert hlaupið að því að kaupa sinn eigin bát - fá lán og þess háttar - en rnaður komst fram úr því einhvern veginn. Þetta var í kring- um 1982, á þeim tíma þegar það var algjört hrun í efnahagslífinu þarna vestra. Vextir fóru upp úr öllu valdi og Carter forseti réð ekki við neitt. Þá voru þessir bátar á hausnum og ég fékk minn í Seattle á mjög hagstæðu verði. Báturinn var smíðaður fyrir um eina milljón dollara og við keyptum hann á 200 þúsund dollara, eða fyrir einn fimmta af smíðakostnaðinum. Síðan fórum við með bátinn niður til San Francisco, þar sem ég hafði verið skipstjóri í tvö ár. Við fiskuðum á honum upp og niður ströndina, aðal- lega karfa og „pacific witing“, sem er skyldur lýsu, og seldum okkar fisk á bandarískum mörkuðum. A sumrin veiddum við fyrir Rússa og höfðum góðar tekjur af því. Ég hafði aldrei meira upp úr verslun í Bandaríkjunum en þegar ég var að selja Rússunum! Ég hafði gaman af Rússununr, það var ágætt að versla við þá, þeir voru aldrei með neitt kjaftæði og alltaf til í að taka þátt í einhverjum fíflagangi. Einu sinni keypti ég fullt af flugeldum fyrir þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4. júlí, og lét Rússana hafa helminginn. Síðan gerði ég strandgæslunni aðvart svo hún fengi ekki hjartaáfall og fór í sjóorrustu með flugeldum - Rússarnir voru rúmlega hundrað og við fjórir. Marel vogir Markviss vinnubrögð - aukin verðmæti Marel vogir fyrir þá sem kjósa öryggi og áreiðanleika Marel hf. Höfóabakka 9 112 Reykjavík Sími: 91-878000 • Fax: 878001 Telex: 2124 MARELIS 7^- msmsr 16

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.