Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Blaðsíða 19
VÍKINGUR - Við veiðar undan strönd Bandaríkjanna. nýjar tilskipanir sem stangast á við tilskipanirnar frá því í gær á hverjum einasta degi.“ Þegar tveir plús tveir verða fimm „Á sama tíma datt heimsmarkaðs- verð niður, eins og við þekkjum hér heima á Islandi. Hér furða menn sig á verðbreytingunum vegna þess að við fiskum ekki nálægt því eins mikið og við gerðunr. Mín skoðun er sú að við eigum alltaf að líta svo á að við séum í matvælaiðnaði en ekki bara í fisk- iðnaði. Sovéski flotinn fiskar núna alveg gegndarlaust og dembir öllurn aflanum inn á markaði í Evrópu, Japan og í Bandaríkjunum. Þeir borga engar tryggingar, engar afborganir og enga vexti. Það er enginn vandi að gera út þannig. Undir sovéska kerfinu var þessum fiski meira og minna dælt inn í austan- tjaldsblokkina en nú fer ekkert þangað vegna þess að þeir hafa ekki efni á að borða fisk og í staðinn er hann undir- boðinn á öllum öðrum mörkuðum og ekkert ljóst í því máli að mínu mati. Markaðirnir í Bandaríkjunum og Japan hrundu alveg gersamlega niður í núll á stuttum tíma. Ef við tökum dæmi þá var „surumi“, fiskmarningur fyrir Japansmarkað, seldur fyrir 2 dollara og 20 sent en settur síðan niður í 75 sent. Kostnaðurinn við framleiðsluna er einn dollari og 25 sent. Þú tapar þá hálfum dollara á hverju pundi. Eins og haft var eftir útgerðarmanni í Bandaríkjunum, þeim sem var aflahæstur á svokallaðri A-vertíð sem er seinni vertíðin á árinu, þá var hann sá sem fékk rnestan fisk og tapaði mestum peningum! Ástandið var mjög slæmt og varð bara verra og verra. Þegar ég sá hvert stefndi hætti ég að gera út. Bankarnir í Bandaríkjunum gerðu sér fulla grein fyrir ástandinu og reyndu allt sem þeir gátu til að fá mig til að halda útgerð- inni áfram. Þeir voru allir af vilja gerðir að búa til einhverjar tölur á blaði til að sýna að það borgaði sig að halda áfram en ég sagðist ekki vilja taka þátt f því svo ég skiiaði bátnum og krítarkortinu. Að vísu héldu þeir áfram að senda mér greiðslukortið aftur og aftur! Bankarnir sætta sig ekki við að sitja uppi með verðlausan flota og reyna allt til að halda mönnum að fisk- veiðum, en það er ekkert skip á botn- veiðum í Bandarfkjunum í dag sem ber sig í raun og veru, það er einhvers staðar búið að taka nrikið tap. Eg var búinn að vera með þessa útgerð í nærri tíu ár og þegar á heildina er lilið gekk þetta ágætlega. Það var ekki skuldasöfnun sem olli því að við hætt- um heldur liitt að það var engin framtíð í þessum rekstri. Þegar það var orðið dýrara að fara út en að geyma bátinn við höfnina var nátt- úrulega alveg ljóst að það borgaði sig ekki að standa í þessu. Þá skipti engu máli þótt þér hefði verið gefið skipið. Sumir voru undrandi á því að ég skyldi bara hætta, en þegar tveir plús tveir eru ekki lengur fjórir þá stend ég ekki í þessu.“ Stjórnlaust stjórnkerfi fiskveiða „„The National Marine Fishery's Service“, eða NIMFS, stjórnar út frá „The National Oceanic and Atmosphere Administration", NOA. NIMFS sér um reglugerðir og stjórn- un veiðanna, löggæslu og það að reglunum sé framfylgt út í ystu æsar. Síðan eru kosnir ntenn úr fiskiðnaði, vísindasamfélaginu, landhelgisgæsl- unni og frá fleiri aðilum og saman mynda þeir „The Fishery's Manage- ment Council“. Þar eru haldnir fundir og ræddar tillögur. En þetta er orðið mjög rotið kerfi og f dag eru 36 mis- munandi félög sem eiga mikið í húfi varðandi fiskveiðar; Greenpeace, lúðuverndarsamtökin, samtök til verndar uppsprettum gegn frostlegi o.s.frv. - og þau reyna öll að hafa áhrif. Svo er annað líka, það er ekkert sem heitir sjómaður í Bandaríkjunum, þú ert þorskfiskimaður, krabbafiski- maður, lúðufiskimaður, laxafiski- maður o.s.frv. Það er engin samstaða um eitt eða neitt. Þeir sem eru sterka- stir þá stundina hafa engar áhyggjur af því þótt þeir eyðileggi afkomu ann- arra útgerðaraðila og sjómanna. Út úr þessu kemur fiskstjórnunar- kerfi sem er gersamlega út í hött. Tökum til dæmis lúðuna, sem er algjörlega heilagur fiskur í Bandaríkj- unum. Það eru til samtök sem heita Alþjóðlegu lúðusamtökin, eða „The International Halibut Commision". Þeir hafa 37 fiskifræðinga í fullu starfi. Heildaraflaverðmæti lúðu í Bandaríkjunum er47 milljónir dollara á ári. Það kostar 38 milljónir fyrir flotann að borga fyrir lúðuteljara, sem allir verða að hafa unr borð, og síðan eru lagðar alls konar kostnaðarsamar reglur á allan heila flotann til að hægt sé að fiska fyrir þessar 47 milljónir dollara. Tapið á lúðuveiðunum er því 19

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.