Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Blaðsíða 20
VÍKINGUR hrikalegt þegar allir kostnaðarliðir eru teknir inn í dæmið.“ „Fiskurinn er svo verðmæ- tur að þú verður að henda honum!“ „Veiðunum er síðan stjórnað með ákvörðunum sem eru teknar af eftir- litsmönnum á hverju skipi. Eftirlits- mennirnir mæla pokana með mál- böndum, sem er algjörlega ómögulegt því það eru engir pokar eins, og búa til rúmmálsreikninga sem eru alveg út úr hól. Þeir mæla hvert einasta hal og við þurfum að borga 7.000 dollara á ári fyrir að hafa þá með. Auk þess að fylgjast með veiðunum var eftirlits- mönnunum gert að skrá hjá sér upp- lýsingar um persónulegar skoðanir mínar og annarra í áhöfninni og svara spurningum á borð við „Var lúðan stressuð þegar hún kom um borð?!“ Þetta er alveg með ólíkindum vitlaust. Hjá einum eftirlitsmanni eru 10 tonn 50 tonn og hjá öðrum eru 10 tonn 5 tonn. Þessar mælingar eru síðan notaðar til að taka ákvarðanir um aflamagn. Síðan eru svæðislokanir og það er haft samband við mann á hverjum einasta degi með nýjar tilskipanir, ef það næst í mann á þessu gríðarlega hafsvæði. Og þeir eru sífellt að loka á vissar físktegundir, viss svæði og vissarfisk- tegundir innan vissra svæða. Ut úr þessu kemur sú mesta sóun á fiski sem hægt er að hugsa sér. Segjum til dæmis að ég sé að fiska grálúðu sem er á 300-450 föðmum, sama dýpi og svartþorskur, sem er geysiverðmætur fiskur á Japansmark- aði. Þá er bannað að hirða svart- þorskinn, sem er um 20% af grálúðu- aflanum. Og ég þarf að henda honum í hafið. Svo er grálúðunni lokað og þá er opnað fyrir nokkur hundruð tonn af svartþorskinum. Ef ég ætlaði að vera á svæðinu áfram gæti ég fiskað svarta þorskinn og dælt allri lúðunni í sjóinn. Fyrst veiddi ég lúðu og henti þorski og svo, í sama túr, veiddi ég þorsk og henti lúðu. Reyndu að setja þetta upp á blað fyrir einhvern sæmilega skyn- saman mann og sjáðu hvort hann skil- ur þetta. Þetta er bara eitt af mörgum dæmum og þessi fiskveiðistjórnun þarna vesturfrá getur gert hvern heil- brigðan mann vitlausan. Meðal annars hefur komið skeyti um borð í bátinn minn þar sem mér var skipað að henda einni tegund í hafið og ástæðan sögð sú að fiskurinn væri svo verðmætur að það yrði að henda honum fyrir borð eins og skot! Eg geymi alltaf skeytið og þar stendur skýrum stöfum: „Because of extreme value it has to be discarried of immediately." Einu skulum við gera okkur grein VLT®3000 Nýr byltingarkenndur tíðnibreytir frá DANFOSS DANFOSS kynnir nú nýtt hugtak í heimi tíðnibreyta: „Sjálfvirk aðlögunarstilling" („Adaptive parameter tuning") Öll heilabrot um samstillingu mótors og tíðnibreytis eru nú úr sögunni. Nýju VLT®3000 tíðnibreytarnir frá Danfoss eru gæddir einstökum aðlögunarhæfileika til stjórnunar á riðstraumsmótorum. Aðlögunarhæfnin felst í sjálfvirkri samstillingu á grundvelli upplýsinga sem tíðnibreytirinn nemur frá mótornum. Til að ná fram hámarks nýtni og öryggi rafmótors er afar mikilvækt, að stilligildi fyrir ræsispennu, spennu/tíðnihlutfall og tómgangsstraum séu rétt. Hvers vegna skyldir þú hafa áhyggjur af flóknum stillingum úr því að VLT®tíðnibreytirinn sér um þær sjálfur? = HÉÐINN = V E R S L U N SELJAVEGI 2 SÍMI 624260 20

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.