Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Blaðsíða 13
VÍKINGUR
Eimskipafélagið ætlar að hafa íslenska
sjómenn á öllum smum skipum.
„Heimalönd" íslenskra skipa
Þýskaland
Panama
Líbería
norskt-NIS
Antigua
Kýpur
*
Island
Goðafoss mun leysa Europe Feeder af
hólmi, en Eimskip hefur haft það skip
á tímaleigu síðastliðið ár. Skógafoss
mun eins og verið hefur einnig annast
flutninga á þessari leið.
011 skip í föstum rekstri
mönnuð Islendingum
Aðspurðir segja þeir Eimskipa-
félagsmenn að það hafi lengi verið
stefna þeirra að manna skip sín
tslenskum sjómönnum. Þeir segjast
hins vegar hafa búið við þann vanda
að vera með sveiflukennda flutninga á
Ameríkusiglingum sem þeir hafa
orðið að leysa með tímaleiguskipum.
Ellefu manna íslensk áhöfn verður á
Goðafossi eins og Bakkafossi en um
er að ræða systurskip. Burðargeta
skipanna er 413 gámaeiningar og telja
Eimskipsmenn að þessi tegund skipa
hafi reynst félaginu vel. Fjöldi ársstar-
ht á hverju skipi verður 16,5 en heild-
arfjöldi ársstarfa á skipum Eimskips
eftir þessa breytingu er 178 störf. Gert
er ráð fyrir að Goðafoss komi í rekstur
1 nóvembermánuði og verða öll skip í
föstum rekstri mönnuð íslendingum.
Eimskip er nú með tíu skip í reglu-
legum rekstri, þar af eru átta skip í
e'gu fyrirtækisins.
Margir vilja sjá út úr þessu þá
unægjulegu þróun að undanhaldi
'slenskra sjómanna á kaupskipa-
Eotanum sé lokið, en eins og bent
hefur verið á áður hér í Víkingnum
stefndi í algert óefni.
FLOTTOGS HLERAR
„FYRIR ALLAR FLOTTOGS VEIÐAR"
J. HINRIKSSON H.F.
SÚÐARVOGI 4 SÍMAR 81 46 77 / 68 07 75
104 REYKJAVÍK MYNDSENDIR 68 90 07
„FRAMLEIÐENDUR T0GBÚNAÐAR í ÁRATUGI"