Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Blaðsíða 25
VÍKINGUR Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri á Hólmaborginni: Þaá er tilgangslaust að leita að loðnu núna „Það er tilgangslaust að leita að loðnunni núna. Hún gefur sig ekki til á þessum tíma; trúlega ekki fyrr en um miðjan október og þarf heldur ekki að reikna með neinni veiði að ráði fyrr en í febrúar," segir Þorsteinn Kristjáns- son, skipstjóri á aflaskipinu Hólma- borg SU, í samtali við Sjómanna- blaðið Víking. Þorsteinn er nú á síldveiðum á Hólmaborginni og bíður rólegur eftir að tími loðnunnar komi. Nærtækasta skýringin á „hvarfi" loðnunnar er að hún haldi sig í ljósátu, dreifð og á miklu dýpi. „Það hefur gerst oft áður að loðnan hverfi á þessum tíma,“ segir Þor- steinn. „I fyrra var ástandið svipað og áður fyrr. Meðan loðnuveiðarnar voru og hétu gerðist það oft að engin loðna sæist í ágúst og september. Það er því bara eyðsla á olíu að sigla um allan sjó á eftir loðnunni á þessum tíma. En ég skil vel ó|x>linmæðina í út- gerðarmönnum og cigendum bræðsl- anna að vilja ekki láta þessi mikil- virku atvinnutæki standa ónotuð. Það er líka sárt til þess að vita að loðnukvótarnir náist ekki á þessari vertíð.“ 50.300 tonn í fyrra Þorsteinn getur trútt um talað því á síðustu vertíð fékk hann 50.300 tonn á Hólmaborgina. Það er mesti loðnuafli sem fengist hefur á eitt skip frá upp- hafi vega. „Núna er ekkert fyrir skipið að gera annað en að taka þennan eina síldar- kvóta senr við höfum,“ segir Þor- steinn. „Það eru 1.200 tonn og kæm- ust í skipið í einni ferð. Við skiptum þessum tonnum þó væntanlega á nokkra túra og ísum um borð til að hægt verði að nýta aflann til fullnustu í landi.“ Með Hólmaborgina „til reynslu“ Þorsteinn er búinn að vera við loðnuveiðar frá árinu 1978 þegar hann byrjaði með Jón Kjartansson SU. Tengdafaðir hans, Aðalsteinn Jónsson eða Alli ríki, hafði þá nýkeypt skipið. Síðan var Þorsteinn í landi um tíma eða þar til hann tók við Hólma- borginni „til reynslu" í hitteðfyrra. „Þessu fer að Ijúka hjá mér á sjón- um,“ sagði Þorsteinn. „Eg var reyndar kominn í land og stefni að því að fara í land áður en ég verð miklu eldri. Fyrirtæki tengdaföður míns er um- fangsmikið og í mörg horn að líta. Ég verð þar við einhver störf í fram- tíðinni,“ sagði Þorsteinn. 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.