Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Blaðsíða 18
VIKINGUR stærð. Það var ekki vandamál því við vorum alltaf í stórum hrygningarfiski. Eg fór niður og reyndi að útskýra þetta fyrir áhöfninni. Eg var með Pólverja, japanskan tæknifræðing sem hafði verið að pakka á japanskan máta með öllu því stórkostlega veseni, svo einn frá Chile sem var „factory fore- man“ - langbesti náunginn -, einn Bandaríkjamann og einn Norsara. Fimm menn, allir að tala í einu og enginn skildi hvað hinir voru að segja! Þeir byrjuðu að rífast alveg rosalega um það hvernigng fiskurinn ætti að fara í pönnuna. Pólverjinn hafði einhvern tíma gert þetta á pólsk- um togara og var alveg brjálaður - vildi hafa pólska háttinn á eftir ein- hverjum nákvæmum reglum - Japan- inn trítilóður og fannst það sem Pólverjinn vildi út í hött og það var ekki nokkur leið að koma þeim í skilning um að það ætti bara að henda fiskinum í pönnurnar og inn í frysti. Á endanum voru allir komnir í hár saman og ég botnaði ekki í neinu sem þeir voru að rífast út af! Það var alveg gersantlega ómögulegt. Svo ég hugsa með mér: Það þýðir ekkert að tala ensku þegar enginn skilur neitt hvort eð er. Þannig að ég öskraði bara á þá á íslensku: „Helvítis fífl, setjið þetta svona í pönnurnar!“ - Það var ekki talað um þetta meir! Þeir urðu svo rosalega hræddir þegar ég öskraði aðeins á þá á fslensku. Menn bara föl- nuðu upp og héldu að maður ætlaði að fara að fremja morð! Ameríkanarnir eru mjög viðkvæmir fyrir látum og ef þú æpir á þá á íslensku halda þeir að þú sért rétt að fara að grípa sveðjuna! Yfirleitt reynast allir ágætlega sem nenna að vinna. Gulir, svartir, hvítir og hver sem er. En yfirhöfuð var besti mannskapurinn sem ég fékk í vinnu amerískir menntskælingar frá góðum fjölskyldum strákar sem höfðu aldrei unnið áður. Við fengum menn frá öll- um þjóðlöndum sem voru meistarar í hinu og þessu en þessir strákar gerðu bara það sem þeim var sagt og unnu alveg eins og sleggjur. Sumir komu aftur, stórduglegir. Það er alltaf verið með eitthvert kjaftæði um að Ameríkanar séu ónýtir í vinnu, en það er bara bull.“ Þurfti að henda 18 milljónum í hafið á einum degi „Það er dálítið flókið mál að segja frá hvers vegna við hættum veiðum. Ástandið var orðið þannig að það var skárra að geyma bátinn í höfninni en að fara út og fiska, alveg sama hvern- ig maður reiknaði dæmið. Þarna spilar saman rugluð fiskveiðistjórnun, valdamikil náttúruverndarsamtök, kostnaðarsamar tryggingar, alltof stór floti og lækkað verð á afurðum vegna innrásar Rússanna á markaði í Banda- ríkjunum, Japan og Evrópu. Ég óttast að íslendingar eigi eftir að lenda í svipuðum vandræðum og bandarískur sjávarútvegur hefur gengið í gegnum að undanförnu. í fyrsta lagi er það eins með allt í Bandaríkjunum að það á að gera hlut- ina í alltof stórum stökkum. Fjár- magni var bókstaflega ausið í sjávar- útveg og stór floti byggður á skömm- um tíma. Við getum meðal annars þakkað vinum okkar Norðmönnum fyrir það. Kristianbank í Noregi, sem er náttúrulega bara norska ríkisstjórn- in, dældi peningum inn í þetta til að halda skipasmíðastöðvum í Noregi í gangi. Áður en hægt var að grípa í taumana var flotinn orðinn alltof stór, þrátt fyrir að þarna séu mjög stór fiskimið - að mínu mati ein þau stærstu í heiminum. Hins vegar er mjög dýrt að stunda útgerð í Bandaríkjunum og tryggingar eru óhemjuháar. Það var byggður fjöldinn allur af skipum upp á 40-50 milljónir dollara, skip sem þurfa 1.000 tonna afla á dag til að halda vinnslunni gangandi. Þó að við vær- um sú stærð á útgerð sem menn höfðu upphaflega reiknað með þá lentum við í sama hópi og allir hinir þegar farið var að skera niður það sent mátti t'iska. Fiskveiðistjórnun varð stórpóli- tískt mál. Greenpeace og hvert einasta undarlega náttúruapparat í Banda- ríkjunum vildi fara að stjórna því hvernig, hvar og hversu mikið mátti veiða og ruglið varð algjört. Þegar þú ferð einn í túr og hendir helmingi rneiru í hafið af aflaverðmætum en þú kemur með í land - og ég er ekkert að grínast með þessar tölur - vegna fáránlegra tilskipana og reglugerða- brjálæðis, þá sér hver maður að þetta getur ekki gengið. Á einum degi varð ég að henda í hafið fiski sem var að minnsta kosti 250 þúsund dollara virði á þeim tíma, sem gerir um 17-18 milljónir ís- lenskra króna. Dautt! Reglurnar voru svo hrottalega flóknar að meira en helmingurinn af mannskapnum var að brjóta þær óviljandi. Þeir sögðu mér strákarnir í strandgæslunni að af hverjum hundrað bátum sem þeir færu um borð í væru að jafnaði 37 brot sem færu í skýrslur og allt saman varðaði sektum og upp í tukthús - og í Banda- rrkjunum eru menn, seni dæmdir eru til að sitja inni, settir í steininn, sama hvað tautar og raular. Þú veist ekki á hvaða svæði þú mátt veiða eða hvaða tegund þú mátt veiða og það koma 18

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.