Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Blaðsíða 17
VÍKINGUR Auðvitað tóku þeir okkur í bakaríið en við náðum samt að skjóta einni stórri rakettu inn í brú hjá þeim! Rússarnir komu aldrei um borð hjá okkur öðru- vísi en það væri „kaptain kommisar“ með þeim - greinilega þrautreyndir KGB-kappar sumir hverjir.“ Missti bát og smíðaði frystitogara „Við Guðjón gerðum þennan bát út í fjögur ár en síðan misstum við hann. Báturinn sökk á 180 föðmum norður af San Francisco. Við misstum einn rnann með bátnum, ungan Víetnama sem var nýkominn til Bandaríkjanna. Seinna komust við að raun um að báturinn sökk fyrir hreinan klaufaskap í manninum sem var með hann. Við vorum auðvitað tryggðir í bak og fyrir, eins og allir sem stunda útgerð í Bandaríkjunum þurfa að vera, og fengum bætur fyrir bátinn. Við notuðum peningana til að kaupa skip til endurbyggingar á uppboði. Skipið var upphaflega byggt sem rannsóknarskip en áður en við keypt- um það var það við hörpudisksveiðar. Við breyttum því í frystitogara, - það voru agalegar tilfæringar. Báturinn var bara með eitt dekk og við þurftum að lengja hann og umbreyta á allan hátt. Ég er sannfærður um að sá sem átti bátinn fyrst gæti ekki þekkt hann í dag þótt hann sæti á dekkinu, upp- haflegt útlit hvarf alveg gersamlega. Við seldum japönsku fyrirtæki 25% hlutafé til að fá meira fé til endur- byggingarinnar. A þeim tíma voru flestir bandarískir bankar alveg á því að það yrði að hafa Japani með í ráðum - þegar við síðan keyptum Japanina út voru bankarnir alveg jafnánægðir, vildu ekki sjá þá lengur! Þetta var rúmlega 40 metra skip með 22 ntanna áhöfn og við heilfryst- um fisk um borð. Veiddum allar tegundir sem þarna eru og mátti veiða á sínum tíma. Sumar þessara tegunda eru geysilega verðmætar, sérstaklega á Japansmarkaði. Fyrsta árið gekk útgerðin alveg glimrandi vel. Þá var aflaverðmætið rétt tæplega níu mán- aða veiðar. Eftir það fór aflaverð- mætið jafnt og þétt niður á við, alveg þar til við ákváðum að hætta veiðum.“ Öskraði bara á íslensku! „Það voru allra þjóða kvikindi á bátnum hjá okkur. Ég get sagt þér skemmtilega sögu af því. Það var þan- nig að ég var að breyta veiðum úti á sjó. Við vorum að fara að fiska fyrir Norðmennina og ég var með skeyti frá konunni minni, sent var með skrif- stofuna. Það átti bara að skella fiskinum í pönnur, ekki viðhafa neina flokkun, og 3% af fiskinum máttu vera undir tveimur kílóum í heildar- BOSCH ÞJÓNUSTA DIESELVERKSTÆÐI VARAHLUTAÞJÓNUSTA ÁRATUGA ÞEKKING OG REYNSLA í STILLINGUM OLÍUKERFA DIESELVÉLA BRÆÐURNIR f©) ORMSSONHF LÁGMÚLA 9, SIMI 38820 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.