Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1994, Blaðsíða 30
VÍKINGUR Jón Olgeirsson í Grimsby: Fyrir Islands hönd Viðtal og myndir: Agústína Jónsdóttir Jón Olgeirsson er búsettur í Bretlandi og fæddur í hafnarborginni Grimsby í janúar 1945. Daglega er hann ávarpaður sem herra Olgeirsson en skírnarnafn hans er John Trevor. Líffræðilegir foreldrar hans eru amerískir og komu þeir honum í fóst- ur til íslensku hjónanna Þórarins Olgeirssonar og Guðrúnar Zoega, sem búsett voru í Grimsby. Guðrún fluttist til íslands eftir að hún varð ekkja og lést á íslandi árið 1989. Þórarinn var skipstjóri og tók þátt í köldu stríði við breska útgerð- armenn fyrir íslands hönd. Olgeirsson-feðgarnir hafa haft veruleg áhrif með afskiptum sínum af sjávarútvegsmálum á breskum mark- aði, og þar með á fiskveiðimöguleika íslendinga síðastliðna áratugi. Báðir eru þeir vel kunnir fyrir afgerandi hlutdeild í landhelgisdeilum og fyrir að hafa, vegna ræðismannsstarfa fyrir Island í Grimsby, leyst ýmis mál sem upp hafa komið og snerta samskipti við Island og Islendinga erlendis. Jón hefur alla tíð verið breskur rík- isborgari en Þórarinn varð það árið 1936. Þórarinn fékk stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu sautján árum síðar fyrir störf í þágu Islands og var hann þá vararæðismaður í Grims- by. Sendiherra Islands bað þess árið 1971 að Jón yrði skipaður vararæðis- maður vegna þess að þá treysti hann sér ekki til að vera opinber talsmaður íslands í fimmtíu mílna þorskastríð- inu. Þremur árum síðar tók Jón við ræðismannsstarfi af Carli Ross, en Ross sagði af sér störfum vegna þess að honum fannst fulllangt gengið á miðunum á þeim tíma sem Geir Hallgrímsson, þáverandi forsætisráð- herra, stóð í viðræðum við Harold Wilson. Arið 1967 var Jón sendur til St. Johns á Nýfundnalandi til útgerðar- fyrirtækis þar sem var voldug bresk togarasamsteypa að hálfu leyti í eigu Rosshópsins (The Ross Group Ltd.) og sá fyrirtækið um frystingu, söltun og mjölvinnslu. Jón var einnig sendur til Kanada í eitt ár að vinna við togara- útgerð og fannst það góð reynsla. Þegar hann kom til Grimsby að lokin- ni Kanadaför hóf hann störf hjá stóru útgerðarfyrirtæki í Grimsby, Boston Deep Sea Fisheries Ltd., sem sá m.a. um sölu á ísuðum fiski úr íslenskum togurum. Páll Aðalsteinsson var framkvæmdastjóri þar og þekkti Jón hann að öllu góðu, bæði sem skip- stjóra og umboðsmann, auk þess að hafa ungur að aldri farið með Páli til sjós á togara hans. Jón leit reyndar á Pál sem annan „fósturföður" sinn, en hann lést í bílslysi árið 1970 þegar Jón var 25 ára. Eftir Iát Páls tók Jón við umboðsdeild fyrirtækisins og upp frá því var fyrirtækið Fylkir stofnað. Um Fylki og efnahagsmál Jón varð í upphafi framkvæmda- stjóri fyrirtækisins og keypti síðan Fylki árið 1977. Hann var ánægður sem framkvæmdastjóri en viður- kennir að vinnan hafi verið gífurlega 30

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.