Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Side 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Side 26
VÍKINGUR 61 Ceres. Við vorum búnir að vera á reki í þoku í þrjá eða fjóra daga, og ekki bara við heldur allir hvalbátarnir. Þá sagði ég skipstjóranum, Sigurði Njálssyni, frá draumnum og það var eins og við manninn mælt; hann setti á fulla ferð og sigldi í tíu til tólf tíma og þegar siglingunni lauk birti til og allt fullt af hval. Þegar við vorum búnir að veiða tvo búrhvalir lagði aftur þoku yfir allt. Skipstjórinn sigldi í reitinn 61 Ceres á kortinu með þessum árangri. Hinir voru enn á reki og fengu því ekkert. Oft hefur mig líka dreymt tómt rugl. Ég man nokkra drauma en ég vil ekki ráða meira í þetta.“ Vissulega eru margar stundir erfiðar Starf útfararstjóra hlýtur að taka á, sérstaklega í litlu samfélagi þar sem þú þekkir vel tilflestra sem þú sinnir. „Það getur verið það. Vissulega eru margar stundir erfiðar og þannig að maður vildi helst ekki þurfa að upplifa þær, en ég er ekki í nokkrum vafa um að sjómennskan hjálpar mér í þessu starfi. Á sjónum vandist maður því að ganga í verkin, sama hver þau voru. Ég er ekki að segja að ég sé betri en aðrir í þessu, en samt held ég að sjó- mennskan hjálpi mér. Það koma líka góðar stundir í starfi útfararstjórans, þakklátar stundir. Þetta starf getur verið gjöfult. Það er heiður að fá að starfa með fólki og fyrir það á stundum sem þessum. Við útfararþjónustuna þarf ég alltaf að vera tilbúinn að mæta því erfiða. Þetta er ekki það stórt samfélag að við erum öll eins og ein stór fjölskylda. Undirbúningur minn er jafnvel meiri þess vegna. Sorgin eins og snertir náungann meira en til dæmis í Reykjavík og þá um leið er ánægjan því meiri hér þegar það á við. Við erum meira og minna skyld, tengd eða þekkjumst. Við erum nánari. Það þekkjum við úr sjávarplássum þegar hörmungar verða; fólkið stendur betur saman.“ Hreggviður hefur starfað við kirkjuna meira og minna í tíu ár. Hann byrjaði í kórnum, síðan leiddi hvað af öðru og nú er Hreggviður í mörgum störfum fyrir kirkjuna í Borgarnesi. „Ég hef verið við nánast allar athafnir í kirkjunni síðan.“ Langar þig kannski íguðfrœði? „Það eru svo margir góðir guðfræð- ingar að ég hef ekki hugleitt það alvarlega. Það hlýtur að vera gaman, en það þarf líka gott fólk í það starf sem ég er í. Það er hægt að gera annað, til dæmis að læra til djákna, en ég á fjölskyldu svo það er erfitt. Ég hætti á sjónum þar sem mig langaði að vera með fjölskyldunni." Þeir eru góðir menn báðir tveir Hreggviður hefur starfað með tveimur prestum, séra Þorbirni Hlyni Árnasyni, núverandi biskupsritara, og séra Árna Pálssyni, föður Þorbjarnar. Þorbjörn fékk leyfi frá prestsstörfum til að sinna starfi biskupsritara og faðir hans leysti hann af. Þorbjörn er að koma aftur til starfa nú í sumar. „Þeir eru góðir menn báðir tveir. Það hafa komið hingað fleiri prestar með hinar ýmsu athafnir.“ Þótt sóknarpresturinn í Borgarnesi þjóni einnig fjórum öðrum kirkjum er Hreggviður einungis meðhjálpari í Borgarnesi. „Utfararþjónustan nær yfir stærra svæði. Bæði vestur á Mýrar og í upp- sveitir Borgarfjarðar. Ég er starfs- maður safnaðanna en ráðuneytið þarf að veita mér leyfi til að starfa, lögum samkvæmt. Hér í Borgarnesi höfum við mótað góða útfararþjónustu, ég held að við getum verið sátt við það sem við höfum gert. Ég hef umsjón með kirkjunni en ég er ekki sérlega laginn og get því ekki gert allt. Kirkjuverðir eiga að vera viðstaddir allar athafnir og það geri ég. Líkhúsið þjónar öllu héraðinu og ég sé um það fyrir hönd safnaðarins. Eins er nokkurt starf við kirkju- garðinn." Eg átti einlæga trú og samband við Guð Þú sagðir áðan að þig langaði að verða trúaður, áttu langt eftir? „Ég segi alltaf við sjálfan mig að ég sé að reyna að öðlast mína barnatrú. Samkvæmt skilgreiningu Biblíunnar - það má ekki misskilja mig - á maður ekki að vera barnalegur í trúnni, heldur einlægur og saklaus eins og börnin, en fólk á að þroskast í trúnni. Ég átti einlæga trú og samband við Guð þegar ég fermdist og sem barn og unglingur í skóla. Ég fermdist trúarinnar vegna. Ég hélt áfram að vera trúaður en mér fyndist dramb að segja að ég væri trúaður nú. Það eru \ Hreggvidur byrjabi sjómennskuna á hvalbátunum. 26

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.