Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Qupperneq 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Qupperneq 59
VÍKINGUR Þau eru eingöngu á sjó og svo eru önnur félög sem eru á landi. Margir tengja starf okkar við sjóbjörgun, sem er ekki óeðlilegt þar sem starfsemin byrjaði á því sviði, en með tímanum hefur þetta breyst. Við sinnum land- björgun einnig. Það eru starfandi 90 björgunar- sveitir og rúmlega 90 slysavarna- deildir og 32 unglingadeildir. Náið samstarf er á milli björgunarsveita og slysavarnafélaga um allt land og hafa slysavarnafélögin verið mjög dugleg við fjársöfnun einmitt fyrir björgun- arsveitirnar. Hins vegar er þetta að breytast núna og slysavarnafélögin koma sífellt meira inn í slysavarna- verkefnin og má þar nefna „Vörn fyrir börn“. Þessi félög hafa notið almenns skilnings og eru styrkt t.d. af sveitar- félögum og fleirum. Samstarf okkar við félögin á landsbyggðinni er mjög gott. Við höldum landsþing annað hvert ár og síðan landsfund hitt árið. Landsfundir eru yfirleitt haldnir úti á landi en landsþing í Reykjavík eða nágrenni. Samskipti okkar við félögin eru mikil, ég lít á okkur sem þjónustuaði- la fyrir þessi félög og hingað liggur stöðugur straumur af fólki. Við sinnum forvarnarverkefnum hvað varðar slysavarnir almennt. T.d. hófum við fyrir fjórum árum að sinna slysa- og öryggismálum barna og það gleðilega var að gerast núna að við vorum að hljóta norrænu heilsuvern- darverðlaunin fyrir árið 1995. A næsta ári munum við taka að okkur slysa- varnir aldraðra og erum þegar byrjuð að undirbúa það. Það má því segja að félagslegi þátturinn sé tvíþættur, þ.e. annars vegar björgunarþátturinn og hins vegar slysavarnamálin. Við rek- um einnig Slysavarnaskóla sjómanna, sem hefur verið mikið áhugamál og baráttumál Slysavarnafélagins, en starfsemi hans eru öryggismál sjó- manna. Þá sinnum við tilkynninga- skyldu sjómanna, sem er gífurlega mikið öryggismál fyrir sjómenn. Ég vildi sjá meiri stuðning hins opinbera við félag eins og Slysa- varnafélagið, en að sjálfsögðu er ég þakklát fyrir það sem látið er af hendi rakna. Við fáum endurgreiddan virðisaukaskatt og aðflutningsgjöld vegna kaupa á bílum og björgun- artækjum. Þetta hefur gert okkur kleift að kaupa meira af slfkum tækjum en ella. Á flestum stöðum eru tækjamál í góðu lagi, hins vegar er á smærri stöðunum skortur á tækjum, þar sem félögin hafa ekki bolmagn til mikilla tækjakaupa. Það má oft gera betur og það er hörmulegt að þurfa að læra af reynslunni í þessum efnum, en yfir höfuð má segja að þetta fyrirkomulag, sem er á þessum hlutum, virki mjög vel. Þegar t.d. er um sjóslys að ræða þá erum við með björgunarmiðstöð í Slysavarnahúsinu í Reykjavík, sem fer með yfirstjórnina á meðan aðgerð er í gangi. Nú horfum við til þess að ný björgunarþyrla verði tekin í notkun í júní á þessu ári og við það verður gjörbylting í öllu björgunarstarfi á landinu öllu, þannig að björgunarmál eru stöðugt í þróun og ég tel að þau verði betri eftir því sem árin líða. Nýr tækjabúnaður og gott fyrirkomulag á þessum hlutum munu tryggja það. Ef það er eitthvað í sambandi við björgu- narstarfið sem mætti laga, þá er það að það vantar heildarlöggjöf fyrir björgunarmál í landinu, slíkt er ekki til. Það er til fyrirkomulag, sem við höfum þróað í gegnum árin, en það vantar heildarskipulag á þessum málum og við höfum verið að knýja á um að slík löggjöf líti dagsins ljós.“ !mi\ V ——||||gwjg§| fl Ápri**r Vij . Útgerðarmenn — vélstjórar. Önnumst allar raflagnir og viðgerðir í bátum, skipum og verk- smiöjum. Áratuga þjónusta við íslenskan sjávarútveg tryggir reynslu og öryggi frá sérþjálfuðu starfsfólki. 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.