Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Blaðsíða 70

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1995, Blaðsíða 70
VÍKINGUR FJÖLDI FARMANNA Á SKIPUM UNDIR SÆNSKUM FANA 1960 - 1993 ÞÚS. 35 30 25 20 15 10 5 0 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1991 1992 1993 FANA 1960 - 1993 • Stöður Q Flutn. skip 111 Ferjur unda áratuginn, en haldið í horfinu eftir það eða nálægt 3 milljónir tonna. Tonnafjöldi farskipa í sænskri eigu en undir erlendum fána hefur aukist nokkuð jafnt og þétt eins og myndin ber með sér. Þjóðhagsleg þýðing siglinga fyrir Svíþjóð Árið 1990 störfuðu í Svíþjóð sam- tals 17.000 manns við samgöngur á sjó, þ.m.t. skrifstofufólk hjá kaup- skipaútgerðum. í athugun sem gerð var við Verslunarháskólann í Gauta- borg4) kemur fram að samgöngur til sjós sköpuðu um 44.000 ársstörf í ýmsum öðrum atvinnugreinum í landi. Samtals störfuðu því 61.000 manns með beinum eða óbeinum hætti að samgöngum til sjós í Svíþjóð á umræddu ári. Samkvæmt fyrrnefndri athugun hefur hlutdeild greinarinnar í vergri landsframleiðslu Svíþjóðar verið um 5-6% á tímabilinu 1970-1990. Aðgerðir til styrktar kaup- skipaútgerð í Svíþjóð Atvinna farmanna og rekstur far- skipa undir sænskum fána hefur átt undir högg að sækja Ifkt og annars staðar á Norðurlöndum. Á mynd 2 er sýnd þróun fjölda farmanna á farskip- um undir sænskum fána. Árið 1960 var þessi fjöldi um 31.000 manns, en árið 1993 var hann orðinn um tæplega 13.000 manns og stöður um borð í þessum skipum um 5.000. Þess ber að gæta að fækkun at- vinnutækifæra sænskra farmanna er ekki eingöngu vegna útflöggunar far- skipa, heldur einnig vegna stærri skipa og tæknibreytinga í atvinnu- greininni, þegar litið er yfir lengra tímabil. Til að átta sig betur á ástæðum fyrir útflöggun sænskra farskipa er nær- tækast að athuga samanburð á mönn- unarkostnaði sambærilegra skipa, þar sem um er að ræða sænska mönnun eða filippeyska mönnun:5) Eins og fram kemur á töflunni er mik- ill mismunur í launakostnaði miðað við sænska eða filippeyska mönnun. I þessum tilvikum er erlendur launa- kostnaður um 55% lægri en sá inn- lendi. Árið 1988 voru samþykktar á sænska þinginu í fjárlögum sérstakar aðgerðir til að koma í veg fyrir að öllum farskipaflotanum í úthafs- siglingum yrði flaggað út. Helstu rökin að baki þessari aðgerð vörðuðu þjóðaröryggið, vegna þess að Svíar óttuðust að ef til ófriðar kæmi, sem snerti þjóðina, gæti orðið erfitt að tryggja sjóflutninga til og frá landinu. Umrædd aðgerð fólst í því að greiða fjárstyrk til útgerða skipa undir sænskum fána sem stunduðu úthafs- siglingar (fjarrfart). Þetta þýðir að skip sem stunda strandsiglingar og ferjur og farskip í áætlunarferðum vestur að línu norður af Cuxhaven, auk siglinga um Eystrasaltið, njóta ekki styrksins. Styrkurinn hefur falist í tvenns- konar greiðslum til kaupskipaútgerða skilgreindra skipa. Annars vegar endurgreiðslu á svokölluðum sjó- mannsskatti þeirra farmanna sem störfuðu um borð í viðkomandi skipi og hins vegar föstum ársgreiðslum á hvern farmann miðað við heilsárs- ráðningu. Samtals hefur styrkur til sænskra kaupskipaútgerða numið um tæplega 500 milljónum s.kr. eða um 4.400 milljónum ísl.kr. á heilu ári. Árið 1990 snerti styrkurinn um 11.000 sænska farmenn sem þýðir að viðkomandi kaupskipaútgerð hefur fengið í opinber framlög um 400.000 ísl.kr. á hvern farmann í úthafs- siglingum. Styrkurinn hefur þau áhrif að launa- kostnaður um borð í farskipum með sænskri mönnun hel'ur lækkað um 30%, sem er ámóta hlutfallsleg lækk- un og átti sér stað í Danmörku með tilkomu DIS. Þessu til viðbótar hafa félög far- manna í Svíþjóð samið við samtök kaupskipaútgerða um mönnun og Launakosfria&ur pr. ár Stærð á Sænsk Filippeysk farskipum mönnun mönnun þús. milljón milljón tonn s.kr. s.kr. 12 11 5 50 13 6 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.