Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1999, Qupperneq 29
bata á sjóðnum mun ekki nægja að sækja á
um að fá meira frá atvinnurekendum, þar
þarf meira til. Sú skerðing sem segir í viðtal-
inu að verði 12% varð ekki hærri en 11,5%
að sinni og auk þess tókst okkur að fá
samþykkt að aðeins helmingur þess komi til
framkvæmda 1. júlí næstkomandi eða
5,75% sem nú eru eftir koma til fram-
kvæmda sem lækkun lífeyris 1. janúar árið
2000. Það gefst því enn tækifæri að tengja
þessi lífeyrismál inn í mótun krafna fyrir
næstu kjarasamninga og tryggja enn frekari
bata á stöðu Lífeyrissjóðs sjómanna með mátt
sjómannasamtakanna að vopni. Ég vonast til
þess að sú sáttaleið sem við Benedikt Valsson
komum að í þessu lífeyrismáli við önnur
launþegasamtök sem aðild eiga að Lífeyris-
sjóði sjómanna geti ef til vill orðið til þess að
samtökin verði samstiga í aðgerðum um auk-
>nn lífeyrisrétt í næstu samningum.
Ég ætla svo ekki að hafa þessi orð til þín
fleiri að sinni en vil ekki og mun ekki Iiggja
þegjandi undir ásökunum þínum.
Nú mun ég hins vegar alltaf bera þér að þú
ert fastur fyrir og vannst vel að málum sjó-
Nú mun ég hins
vegar alltaf bera þér
að þú ert fastur fyrir
og vannst vel að
málum sjómanna,
fáir betur af þeim
sem ég hef kynnst.
Mér finnst hins vegar
að þú vegir úr nokkru
glerhúsi þegar þú
veitist að starf smanni
þínum og varamanni
í Líf eyrissjóði
sjómanna, Benedikt
Valssyni, sem jafnframt
er ábyggilega sá besti
samstarf smaður og
ráðgjafi sem þú gast
fengið í undirbúning
fyrir þig á erfiðum
fundum í stjórn
Lífeyrissjoðs
sjomanna.
manna, fáir betur af þeim sem ég hef kynnst.
Mér finnst hins vegar að þú vegir úr nokkru
glerhúsi þegar þú veitist að starfsmanni
þínum og varamanni í Lífeyrissjóði sjó-
manna, Benedikt Valssyni, sem jafnframt er
ábyggilega sá besti samstarfsmaður og ráð-
gjafi sem þú gast fengið í undirbúning fyrir
þig á erfiðum fundum í stjórn Lífeyrissjóðs
sjómanna.
Við frestuðum að birta viðtalið við þig um
eitt tölublað. Það var sameiginleg ákvörðun
ritnefndar. Vi vildum komast hjá því að bera
á torg innri málefni samtakanna og koma í
veg fyrir innbyrðis vígaferli stjórnarmanna í
FFSl, en þú valdir leiðina og nú vegum við
einn stjórnarmann og annan framvegis því
þessi skrif okkar marka nýja ritstjórnarstefnu
Víkingsins. Framvegis verða stjórnarmenn
FFSÍ að gera ráð fyrir því að skapstórir stjórn-
armenn sem verða ósammála afgreiðslu mála,
hengi á herðar þeirra sem ákvörðun máttu
bera þau mál sem þeim mislíkar afgreiðsla á
hverju sinni. ■
SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
29