Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1999, Side 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1999, Side 45
um, bæði af þeim minni sem og þeim stærri. Það er engu logið þó fullyrt sé að Grímur er listasmiður. Eftirlit með niðursetningu vélbúnaðar og prófun af hálfu kaupanda á íslandi hafði Jóhann Björnsson vélstjóri, en hann dvaldi í Svíþjóð vegna þessa árin 1945 til 1948. Jóhann var lengi vélstjóri á B/S Sæbjörgu og i áhöfn þess þegar það var sótt nýtt til Fred- tikssund í Danmörku árið 1937 og hann var lengi vélstjóri á vita- og björgunarskipinu Hermóði. Jóhann sagði mér að öll samskipti við þá sænsku hefðu verið hin ágætustu en nefndi að ferðir milli skipasmíðastöðvanna hefðu oft verið erfiðar að vetrarlagi. í prufu- siglingu eitt sinn kom upp deilumál við full- trúa skipasmíðastöðvar um frágang á gír og öxulbúnaði. Sagði Jóhann við þann sænska að hann þyrfti ekki að segja sér hvernig hlut- •rnir ættu að vera um borð í íslenskum fiski- bát. Eftir það voru hlutirnir í lagi. Jóhann Björnsson, en hann var afabróðir tninn, var afbragðsvélstjóri af gamla skólan- um. Hann fékk viðurkenningu Sjómanna- dagsráðs 1965. Hann var vélstjóri í sjómælingabátnum Tý allt til ársins 1961 og vann lengi hjá Vitamálastofnun við Seljaveg í Bátar í smíðum hjá Djupsvik-Varv. 9. apríl 1946. Reykjavík. Einnig vann hann á vitadeild við nákvæmisverk á stillingum og prófun á kveikibúnaði tengdum Ijósbúnaði gasvita. Tómas verkstjóri og eldri starfsmenn í vita- deild minnast með hlýhug hins fágaða fag- manns. Jóhann lést 15. nóvember 1981. Blessuð sé minning hans. 1 framhaldi má geta þess að í júlí 1948 kom til Siglufjarðar M/S Ingvar Guðjónsson EA 18, smíðaður úr eik í Svíþjóð. Hann var 186 BRT með Pólar-díselvél, 540 hestöfl. Hann var langstærsta tréskipið sem smíðað var í Svíþjóð fýrir íslendinga. ■ SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 45

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.