Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Blaðsíða 4
Er stjórnarsáttmálinn marklaust plagg? Nú 1 aðdraganda kosninga dúkkar upp frá öðrum stjórnarflokkanna rukkun um efndir á einu af stærstu yfirlýstu markmiðum ríkisstjórn- arinnar. Það er að bundið sé í stjórnarskrá ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar. I'egar núverandi heilbrigðisráðherra, Sif Friðleifsdóttir, lýsir yfir að vanefndir á að standa við þetta veigamikla ákvæði geti jafnvel hugsanlega leitt til stjórnarslita rís upp einn af yngri þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Sigurður Kári Kristjánsson, og telur borðleggj- andi að ráðherrann segi af sér embætti vegna þessa „frumhlaups.“ Málið sé allt of mikilvægt til að flanað sé að því að standa við tæplega fjögurra ára gamla yfirlýsingu úr stjórnarsáttmálanum. Ekki veit ég hvort Sigurður Kári sem vígður maður þ.e.a.s. lögfræð- ingur vill vísa málinu frá stjórnarheimilinu og stjórnarflokkunum vegna tómlætis, svo sem er æði oft notað til varna í dómsmálum, en i öllu falli virðist ljóst að aldrei stóð til af hálfu Sigurðar og félaga að standa við þetta veigamikla ákvæði sáttmálans. Par með tel ég að það standi honum nær en öðrum að segja af sér þingmennsku, fremur en að kveða slíka dóma yfir öðrum. Hitt er annað mál að sú ákvörðun Framsóknarmanna að bera þetta upp nú, án nánari útlistunar á hvað i því skal felast og hvað á spýt- unni hangir, er engan veginn nógu traustvekjandi. Ljóst er að mínu mati að annað veigamikið, óuppfyllt ákvæði stjórnarsáttmálans tengist fortakslaust eignaréttarákvæðinu, en það er ákvæðið um að takmarka framsal aflaheimilda innan fiskveiðiársins. Því miður horfum við um þessar mundir upp á það að umtalsverður hluti að tekjum sumra af okkar stærri útgerðarfyrirtækjum er til kominn vegna þess að þau leigja frá sér aflaheimildir innan kvótaársins og skapa þar með tvær stéttir útgerðarmanna og sjómanna á íslandi. Segja má að undarlegt sé hversu gjörn við erum á að mismuna þegnunum í þjóðfélagi sem telur einungis rúmar 300 þúsund sálir. Ótrúlegt er hversu misjafnlega menn standa varðandi ýmis réttinda- mál sem manni fyndist að í ljósi smæðarinnar ætti að vera unnt að hafa í lágmarks jafnvægi, ef vilji væri til staðar. Berum saman eft- irlaunafrumvarp æðstu ráðamanna, og þau kjör sem þeir sömdu um fyrir sjálfa sig, og eftirlaunakjör sjómanns af Austfjörðum sem er sjóðfélagi í Lífeyrissjóði Austurlands þar sem skerða þurfti verulega áunnin réttindi sjóðfélaga vegna illa grundaðra fjárfestinga. Er eitt- hvað réttlætanlegt samræmi milli þessara tveggja hópa þjóðfélags- þegna? Sömu spurninga má spyrja varðandi sjávarútveginn. Erum við ekki með núverandi fyrirkomulagi að styrkja í sessi til framtíðar viðvar- andi misrétti og óréttlæti innan sjávarútvegsins? Þeir útgerðaraðilar sem ekki hafa manndóm eða dug til þess að bera að landi þann afla sem þeir hafa heimildir til að veiða á eigin skipum hafa einfaldlega ekkert með þær heimildir að gera. Það er hreinlega óásættanleg framtíðarsýn fyrir íslenskan sjávarút- veg að uppbygging hans verði með þeim hætti að það minni menn endalaust á bresku sjónvarpsþættina um Húsbændur og hjú. Arni Bjarnason Otgefandi: Völuspá, útgáfa, í samvinnu við Farmanna og fiskimannasamband íslands. Afgreiðsla og áskrift: 462-2515/ nctfang, jonhjalta@hotmail.com Ritstjori og ábyrgðarmaður: Jón Hjallason, sími 462-2515, nctfang; jonhjalta@hotmail.com Byggðavcgi 101B, 600 Akurcyri. Auglýsingastjóri: Sigrún Gissurardóttir, sími 587-4647. Ritncfnd: Árni Bjarnason, Hilmar Snorrason ogjón Hjaltason. Forscti FFSÍ: Árni Bjarnason. Prcntvinnsla: Gutcnberg. Aðildarfclög FFSÍ: Félag skipsijórnarmanna, Félag íslcnskra loftskcytamanna, Fclag bryta, Skipstjóra- og stýrimannafclögin Verðandi, Vcstmannaeyjum og Vísir, Suðurnesjum. Sjómannablaðið Vfkingur kemur út fjórum sinnum á ári og er dreift til allra félagsmanna FFSÍ. Blaðið kemur út fjórum sinnum á ári. | Forsíðumyndin: Mynd Alfons Finnssonar sem hlaut 1. verðlaun í Ljósmyndakeppni sjómanna 2006. H w yfirlit Sjómenn og aðrir lesendur Víkings Sendið okkur línu um efni blaðsins, gagnrýni eða hrós, tillögur um efnis- þætti og hugmyndir um viðtöl við áhuga- verða sjómenn, jafnt farmenn sem hina er draga fisk úr sjó. Hjálpið okkur að halda úti þættinum; Raddir af sjónum. Netjið á, jonhjalta@hotmail.com 6 10 13 14 18 26 30 32 35 36 38 40 42 45 46 46 Magellan sigldi aldrei umhverfis jörðina. Heimsækjið Hnjót og þið verðið undrandi og hrifin. Sjómenn, munið að sækja um sumarhús. Hér finnið þið umsóknarblaðið. Ljósmyndakeppni sjómanna. Hér fáum við að sjá bæði þær innlendu myndir sem sigruðu og einnig hinar er þóttu bestar á Norðurlóndunum. Guðjón Ármann Eyjólfsson fjallar um aðskildar siglinga- leiðir við island og tekur m.a. dæmi af Wilson Muuga um hvað þarf að bæta í íslenskri löggjöf. Frú hershöfðingjans móðgast. Ólafur Ragnarsson segir frá viðburðaríkri dvöl í ónefndri Afríkuborg Vilbergur Magni Óskarsson, skrifar um bók Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar, Stjórn og siglinga skipa. Ragnar Hólm spyr: Eru veiðimenn kjánar? Framtíð fiskeldis. Hilmar Snorrason siglir um netið. Gæslan, 80 ára afmælisrit. Hver að verða síðastur að gerast áskrifandi. Krossgátan. Reykingabann á íslensk skip? Hilmar Snorrason fer út í heim. Skipstjóra vantar á bát. Frívaktin. I næsta blaði. ISSN 1021-7231

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.