Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Blaðsíða 45
Skortur á skipstjórnar- mönnum fer vaxandi Farþegar fluttir í land i Reykjavík úr stærsta farþegaskipi veraldar, Queen Elizabeth 2. í framtíðinni, jafnvel náinni framtíð, gæti orðíð erfittfynr útgerðir að finna yfirmenn á skip sem þetta. Alþjóðasamtök kaup- skipaútgerða hvetja til að efla nýliðun í skipstjór- narstétlinni og að reyna að minnka brotthvarf, ella komi til vinnuaflsskorts, sem hafi áhrif á kaupsi- glingar. Nú vantar um 10.000 skipstjórnendur, en offramboð á hásetum er um 135.000. Þetta kemur fram í skýrslu um mön- nun kaupskipaflotans, sem unnin var af atvin- nurannsóknarstofnun Háskólans í Warwick á Bretlandi. I skýrslunni er bent á, að varlega áætlað vanti um 27.000 skipstjórnen- dur árið 2015, en það eru um 6% starfanna. Sams konar könnun varð gerð fyrir fimm árum. Sú spá, sem þá var gerð, gekk ekki eftir og vinnuaflsskorturinn er ekki alveg eins rnikill og ætlað var. Það er m.a. að þakka mikilli fjölgun stýrimanna á Indlandi og i Austurlöndum fjær, en mikill fjöldi hefur komið þaðan til starfa á hinum alþjóðlega kaupskipaflota. Þrátt fyrir það er skorturinn mikill, einkurn er tekur til starfa á sérhæfðum skipum. Kaupskipaflotinn vex um 1% á ári að meðaltali og er aukningin mest i stærstu skipunum. í skýrslunni er bent á, að vandinn sé líklega flóknari en halda mætti. Stýrimenn frá einu landi eiga kannski ekki greiðan aðgang að störfum i öðru landi, m.a vegna tungumálavanda, skorts á reynslu af alþjóðlegum siglingum eða vegna vinnulöggjafar, sent er mismunandi milli landa. Þetta eru allt hindranir á frjálsu flæði vinnuafls. í skýrslunni árið 2000 var bent á land- fræðilega hreyfingu vinnumarkaðarins til austurs. Allt fram á síðustu áratugi hefur meginhluti skipstjórnenda komið frá Vestur-Evrópu, Japan og Norður- Ameríku, en nú fjölgar ört skipstjór- narmönnum frá Auslur-Evrópu, Indlandi og Austurlöndum fjær, s.s. Kína, en þar fjölgar skipstjórnarmönnum hratt, þótt langflestir séu enn sem komið er i þjó- nustu ríkisrekinna skipafélaga. Það er Ljósm. Guðmundur Birkir Agnarsson ekki talið líklegt, að kaupskipaflotinn verði á næstu árurn mannaður Kínverjum í ríkum mæli og munu tungumálaörðu- gleikar ráða þar mestu. Frekari alþjóðlegar vinnureglur og aukin krafa um hvíldartíma rnunu auka vinnuálagið urn borð og því eykst enn mannaflaþörfin. Þá hefur lækkandi eftir- launaaldur í mörgum löndum sín áhrif, t.d. munu langflestir skipstjórnamanna frá Austurlöndum fjær fara á eftirlaun áður en þeir verða finnntugir. Það eykur enn þörfina fyrir nýliðun í stéttinni. Heimild: Sofart, nr. 49/2005 Vökvadælur Vökvamótorar ©DANFOSS ‘1AJAeitr\c0i£ij. r*n■*&• Stjórnbúnaður Danfoss hf Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.