Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Blaðsíða 6
FYRSTA SIGLINGIN UMHYERFIS JÖRÐINA Ferdinand Magellan. Nafn sœfarans er dálítið á reiki. Hann var portúgalskur að uppruna og hét Fernando de Magalháes, en þegar hann gekk í þjón- ustu Spánarkonungs, lagaði hann nafn sitt að spænskum rithætti og kallaðist Hernándo de Magallanes. í sögubókum er því breytt í Ferdinand Magellan, en nú nota margir nafnið Magalháes yfir þennan mikla landkönnuð 16. aldar. en hann ýkti fjar- lægðina stórlega. Það kveikti með Magellan þá hugmynd að leita styttri leiðar með þvi að sigla hina leiðina umhverfis hnöttinn. Hinn 20. september árið 1519 lagði sæfarinn Ferdinand Magellan með fimm skipa flota úr höfn á Spáni og setti stefnuna til vesturs. Hinn 6. september 1522 kom eitt skipanna aftur til Spánar, án Magellans. Frá árinu 1505 hafði Ferdinand Magellan tekið þátt í nokkrum könnunar- leiðöngrum Portúgala, sem ætlað var að komast til svonefndra Kryddeyja, þar sem nú er nefnt Indónesía. Þetta tókst frænda Magellans, Fransisco Serráo, árið 1511, í þjónustu Sp ánarkonungs Þá gerðist það, að Magellan féll í ónáð hjá Manoel I. Portúgalskonungi og árið 1517 gekk hann í þjónustu Spánarkonungs. Á fundi með Karli I. konungi lýsti Magellan hugmynd sinni að komast lil Kryddeyjanna með því að sigla til vesturs. Konungurinn gaf Magellan fimm skip til fararinnar, en skömmu fyrir brottför, var miklum hluta af áhöfninni, sem var portúgölsk, vikið úr starfi og Spánverjar settir í staðinn. Þetta skapaði leiðinlegt andrúmsloft og setti það mark sitt á ferðina. Hinn 20. september lét flotinn úr höfn. Magellan komst hjá portúgalskri Magellan rýnír í staðarákvörðunartæki. Ferð hansfœrði Spánverjum nýjar nýlendur, meðal annarra Filippseyjar sem voru spænskar til ársins 1898. Mikílvægara var þó að Spánverjar höfðufundið nýja leið til Kiyddeyjanna sem þeir högnuðust umtalsvert á næstu ár og áratugi. flotadeild, sem Manoel konungur hafði sent þeim til höfuðs og honum tókst að lægja fyrstu óánægjuöldurnar meðal skip- stjóra sinna. Eftir að komið var til Suður- Ameríku og vista hafði verið aflað, varpaði flotinn akkerum hinn 30. mars 1520 til að hafa vetursetu og reisti í þeim tilgangi fyrstu húsin í bænum Puerto San Julian. Sigling Magellans umhverfis jörðina Atlantshaf Hérféll Magellan 27. aprfl 1521 Filippseyjar Kyrrahaf \/y Magellanssund 6 - Sjómannablaið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.