Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Qupperneq 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Qupperneq 10
/ Séð heim að sajninu eða ættum við kannski að segja söfnunum þar sem þau eru í raun tvö eins og nafn þess, Minja- ogflugminjasafn Egils Ólafssonar að Hnjóti, endurspeglar. Á flugvélinni sem snýr rassínum í okkur stendur, UNITED STATES NAVY. Eftirliking af víkingaskipi erfast við safnahúsið. Ég fór vestur. Alla leið að Hnjóti í Örlygshöfn. Upp og niður snarbratta fjallvegi. Um vegi sem sumir eru ekki annað en rispur í klettastálið. Um djúpa dali og grunna dali. Stundum sást hvar himinn og haf runnu saman i eitt út við sjóndeildarhringinn. Þar var hafsaugað. Stundum þrengdu berggvegirnir að mér en alltaf fannst leið út á milli þeirra að hafinu aftur. A Vestfjörðum er sjórinn aldrei fjarri. Ég kom við á Patreksfirði sem er fal- legur bær. Brunaði svo áfram inn í botn fjarðarins og út með honum hinurn megin. Þetta er saga allra ferðalanga sem fara vestur. í hverjum firði eru tveir vegir. Annar liggur inn fjörðinn, hinn út. Og svo fer maður upp úr firðinum, ekki kannski Ióðrétt en stundum ansi nærri því, og síðan niður aftur eins og flugvél í aðflugi til lendingar. A hæðfynr ofan safnahúsið hefur ríkisstjórn íslands látið reísa þetta minnismerkí um afrek íslenskra björgunarmanna „... við björgun innlendra og erlendra sjómanna úr sjávarháska og til minningar um þá sem ekki varð bjargað.“ Ejær eru tveir þilfarsbátar. Annar þeirra er elsti gufuknúni fiskibátur á tslandi, Mummi BA 21, smíðaður á ísafirði ánð 1935. 10 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.