Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Blaðsíða 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Blaðsíða 16
Norræn ljósmyndakeppni sjómanna 2006 Ifimmta sinn tók Sjómannablaðið Víkingur þátt í hinni Norrænu ljós- myndakeppni sjómanna en þetta er í 19 sinn sem sú keppni er haldin. Að þessu sinni fór keppnin fram á vegum Finnish Seamen’s Service í Helsinki í Finnlandi föstudaginn 9. febrúar sl. Fulltrúar frá íslandi, Noregi, Sviþjóð og Danmörku mættu til leiks á skrifstofu sjómannaþjónustunnar sem er til húsa að Linnankatu 3 þar í borg. Dómarar keppninnar að þessu sinni voru tveir þekktir finnskir atvinnuljósmyndarar en því miður voru þeir ekki hliðhollir íslensku keppendunum því engar okkar mynda hlutu verðlaun. Það má segja að um danska slemmu hafi verið að ræða því af fimm sætum lentu danskar ljósmyndir í fjórum sætum. Fyrsta sætið kom í hlut danska stýrimannsins Svend Mölgaard hjá Copenhagen-Malmö höfnum en að laun- um hlaut hann stafræna myndavél að verðmæti 7000 DKR. Það var Walport Svend Mðlgaard tók þessa mynd og hreppti 1. sætið. Aðstandendur keppninnar, frá vinstri; Hilmar Snorrason, Per Nielsen Noregi, Torbjðrn Dalnds Svíþjóð, Sirpa Kittilá Finnlandi, Arne Christiansen Danmörk ogforstöðumaður Finnish Seamen's. Service

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.