Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Blaðsíða 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Blaðsíða 43
Gámaskipið, sem er 34,662 tonn að stærð, varð fyrir því að 12 landfestar slitnuðu í stormi sem gekk yfir Rotterdam með þeirn afleiðingum að skipið rak á olíubryggju skammt frá legustað sínum. Skipið var þegar kyrrsett vegna tjónsins sem það olli og eftir þrjár vikur í kyrrsetningu tókust samningar um greiðslu á 21 milljón evra sem tryggingu fyrir tjóninu. Dýrasta höfn heims Japanska búlkhöfnin Kashima hefur fengið þann vafasama heiður að vera dýrasta slysahöfnin í heiminu árið 2006. Höfnin hefur reynst erfið stórflutningaskipum því þrjú slík skip urðu fyrir tjóni i höfninni á árinu en það síðasta var jafnframt dýr- asta tjón ársins. Það var 175 þúsund tonna stórflutningaskipið Ocean Victory, sem smíðað var árið 2005, sem dæmt var ónýtt eftir að hafa strandað í höfninni. Seig en þó á endastöð Umhverfissinnar hafa nú um all langt skeið barist fyrir því að korna í veg fyrir að garnla stolt Fralcka og Norðmanna, France, síðar Norway, yrði rifið á Indlandi. Ástæða þess er að í skip- inu mun vera eitthvað af asbesti og af þeim sökum eigi að rífa skipið í upprunalandinu. Vegna dráttar indverskra dómstóla á að taka málið fyrir er nú svo komið fyrir skipinu að það hefur orðið fyrir skemmdum á bol sem eru þess valdandi að ekki verður unnt að koma skipinu þaðan í burt. Það verða því skurðabrennarar indverskra brotajárnskaupmanna sem munu eiga lokaorðið úr því sem komið er. Lifið um borð í skemmtiferðaskipum getur verið dans á rósum en það eru erfiðu dagarnir sem ná athygli fjölmiðla. Geir-Arne Thue-Nilsen skipstjóri tók þessa mynd af hluta áhafnannnar á Seabourn Legend. Úr Ijósmynda- keppni sjómanna. Fátt eitt af skemmtiferðaskipum Royal Caribbean Cruises Ltd. hafa ákveðið að greiða 1,05 milljón dollara lil dánarbús George Smith IV eftir að hann hvarf frá borði í brúðkaupsferð sinni með Brilliance of the Sea 1 júlí 2005. Fengu ættingjarnir ekki ófrægari lögfræðing sér til aðstoðar en Dr. Henry Lee sem þekktastur er fyrir að hafa varið O J Simpson á sínum tíma. - Á síðasta ári komu upp 37 tilfelli af hinum skæða norovírus í skemmtiskipum en árið á undan voru þessi tilfelli aðeins 19 og þótti þá mönnum nóg um. Það eru því eflaust margir lögfræðingar að herja á útgerðirnar í þeirri von að fá bætur fyrir umbjóðendur sína. Sjómenn i dag er að verða einmana sérstaklega í höfnum þar sem fáir hafn- arverkamenn hafa sjómennskubakgrunn og því lítt sameiginlegt með þess- um tveimur hópum. Ljósmynd Finnans Eero Isotalo úr Ijósmyndakeppni norrænna sjómanna Einmana sjómenn á tölvuöld Stöðugt færri fyrrverandi sjómenn fá sér vinnu sem hafn- arverkamenn sem hefur þau áhrif að hafnarverkamenn framtíð- arinnar eru ekki lengur í samskiptum við áhafnir líkt og algengt var áður fyrr. Þessi orð hafði Robert Woods fyrrum stjórnarformaður P&O skipafélagsins á ráðstefnu sem haldin var á vegum Mission to Seafarers í Englandi. Benti hann því á mikilvægi þess að sjó- mannaprestar og annað starfsfólk sjómannaheimila yrði styrkt enn betur til að sinna heimsóknum um borð í skip til að aðstoða sjómenn. Öll áhersla er lögð á hagræðingu og tölvuvæðingu sem dregur úr öllum mannlegum samskiptum en ekki mætti gleyma því að sjómenn væru menn en ekki tölvur. Þeir væru því einmana þegar í hafnir er komið. Því miður verða víst allir þeir erlendu sjómenn sem koma til hafna á íslandi að reyna samskipti við hafnarverkamenn því litlu sem engu sjómanna- starfi er fyrir að fara hér á landi og ekki í neina sjómannastofu að komast í. Hættur víða Carnival Crusie Line hefur um nokkurn tíma orðið að sleppa viðkomum í Limon á Costa Rica í kjölfar tilraunar til vopnaðs ráns þegar eitt skipa þeirra hafði þar viðkomu 21. febrúar s.l. Hópur farþega hafði farið í land þegar þrír vopnaðir og grímu- klæddir menn veittust að hópnum. Þegar einn ræningjanna beindi byssu sinni að 54 ára gamalli konu sem var í hópnum varð sjötugur samferðamaður hennar ekki par hrifinn. Beið hann ekki boðanna heldur réðst að ræningjanum og drap hann nteð berurn höndurn að fjölda manns ásjáandi. Þegar farþeg- arnir kotnu aftur til skips var þeirn gantla fagnað sem hetju fyrir „afrek sitt“. í ljós kom að hann var fyrrunr hermaður sem ekki kallaði allt ömnru sína. Sjómannablaðið Vikingur - 43

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.