Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Blaðsíða 30
í bók Guðjóns Ármanns er meðal annars nytsamlegir kaflar um öryggismál og hvernig taka skal á móti þyrlu. Þessi stórgóða mynd Guðmundar St. Valdimarssonat; yjirstýrimanns á skólaskipinu Sæbjðrgu, sýnir aðstæður sem hæglega gætu komið upp úti á rúmsjó. Vilbergur Magni Ósharsson, sviðstjóri skipstjórnarsviðs Fjöltcekniskóla íslands Hin besta kennslubók Um bók Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar, f.v. skólameistara Stýrimannaskólans í Reykjavík, Stjórn og siglinga skipa. Þessi þriðja útgáfa bókarinnar er með breyttu sniði og margt nýtt er í bók- inni sem er mikið aukin frá fyrri útgáfu. Bókin er prýdd fjölda mynda, flestar eftir Jóhann Jónsson frá Vestmannaeyjum. í þessari bók er að finna mjög góðar skýringar á siglingareglunum þar sem hver regla er tekin fyrir og útskýrð í máli og myndum. Bókin hefur reynst hin besta kennslu- bók í siglingareglum og er það ekki síst þvi að þakka hversu vel og myndrænt reglurnar eru útskýrðar. Enda nauðsyn- legt nú þar sem stór hluti nemenda hefur ekki eða lítið verið til sjós þegar þeir hefja skipstjórnarnám. í bókinni er einnig kafli um varðstöðu á siglingavakt studdur mörgum dæmum og umfjöllunum um árekstra og strönd þar sem varðstöðu hafði verið ábótavant. Kafli er um alþjóða sjómerkjakerfið, kafli um slysavarnir og öryggismál þar sem fjallað er m.a. um móttöku þyrlu, sjósetningu gúmmíbjörgunarbáts og slysavarnir í höfnum. Allt útskýrt á myndrænan hátt sem gerir efnið auðlesið og auðskiljanlegt. í bókinni er einnig að finna ágæta lesningu um sjálfvirkt auðkenniskerfi skipa (AIS), um neyðarfjarskiptakerfið (GMDSS), um vaktstöð siglinga svo eitt- hvað sé nefnt, en langt mál væri að tekja það allt upp. Bókin inniheldur einnig siglingareglurnar í heild sinni bæði á íslensku og ensku, svo ef einhver er ekki sáttur við íslensku þýðinguna þá getur hann haft enska hlutann fyrir sig. Þessi bók á erindi í öll skip og ætti þar að vera handbók skipstjórnarmanna um allt er varðar siglingareglurnar, vaktregl- ur, öryggismál og margt annað er snýr að þeirra störfum. 30 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.