Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Blaðsíða 9
Evrópumanna til Tierra del Fuego eða Eldlandsins, syðsta hluta Suður- Ameríku. Borgin Lapu-Lapu er á Mactaneyju og tilheynr Filipsseyjum. Borgin nejndist áður Cebu en var síðar látín heita ejtir höjðingjanum, Lapulapu, sem i apríl 1521 jelldi Magellan. Lapulapu er þjóðhetja á Filippseyjum og í samnejndri borg er aðjinna þetta minnismerki um hann. * Magellan ætlaði sér aldrei að sigla umhverfis jörðina heldur aðeins að finna sæmilega örugga leið fyrir spænsk skip að sigla til Kryddeyjanna. hað var hins vegar Baskinn Elcano sent tók þá ákvörðun, eftir dauða Magellans, að halda siglingunni áfram í vesturátt. * Magellan tók fyrstur Evrópumanna land á Filippseyjum. * Hann var með vísindamenn um borð sem áttu mcðal annars að úrskurða uni tegund dýra sem leiðangursmenn rákusl á. * Alls 232 Spánverjar, Portúgalar, ltalir, Frakkar, Englendingar og Þjóðverjar létu lílið í leiðangri Magellans. * Konungur og drottning Spánar studdu leiðangur Magellans. * Magellan var að vísu drepinn áður en siglingunni umhverfis jörðina lauk. En á fyrri ferðum sínum um hafið hafði hann komist svo langt til austurs, og farið yfir það marga lengdarbauga, að hann hafði í reynd sigh umhverfis jörðina. Hinn 16. mars 1521 náði Magellan til þess svæðis, sem síðar var nefnt Filippseyjar. Þar efndi hann til vináttu við Humabon konung á eyjunni Cebu. Humabon konungur og þjóð hans lét fús- lega skírast, Evrópumönnunum til mik- illar gleði og lil að sýna styrk hins kristna guðs ákvað Magellan að hjálpa Humabon að yfirbuga andstæðing hans, Lapu-Lapu, höfðingja á nágrannaeyjunni Mactan. Þetta endaði þó í miklurn harrn- leik og 27. apríl féll Magellan og fjöldi manna hans í orruslu við Lapu-Lapu. Spánverjinn Juan Sebastián Elcano tók við stjórn leiðangursins og hann varð að láta brenna skipið Conceptión, því hann hafði ekki mannskap til að sigla því. Hinn 6. nóvember náðu þau tvö skip, sem eftir voru, takmarki ferðarinnar, Kryddeyjunum og skipin voru hlaðin verðmætu kryddi, s.s. kanel og negli. Að því loknu ætlaði Elcano að sigla áfram í vestur, en brátt varð ljóst, að leki var Victoria, eina skipið íjlota Magellans sem lauk leiðangrinum og sigldi umhverjis jörðína. Aj270 manns sem lögðu upp ijerðina með Magellan komust aðeins 18 á leiðarenda. Seinustu 16 mánuðina var leiðangrinum stjórnað aj Baskanum, Juan Seabastián Elcano, sem tók við stjórnartaumunum ejtirjall MageUans. kominn að Trínidad, gamla flaggskipinu hans Magellans. Því sigldi Victoria ein- skipa til vesturs, en Trínidad tók stefn- una austur yfir Kyrrahafið eftir viðgerð. Þar lenti það í höndum Portúgala og var sökkt. Victoria lenti einnig í hremming- um á heimsiglingunni og vegna mat- arskorts varð að skilja 13 sjómenn eftir á Grænhöfðaeyjum, sem Portúgalir áttu. Nærri þrem árum eftir brottförina kont Victoria til Spánar tneð aðeins 18 manna áhöfn, en 26 tonn af kryddi í lestinni. Það nægði til þess að ágóði yrði af ferð- inni - þrátt fyrir allt. Bcrnharð Haraldsson þýddi.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.