Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Side 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Side 26
Ólafur Ragnarsson Frú hershöfðingjans og stý rimannsins nanur Eitt sinn var ég yfirstýri- maður á skipi sem var í tímaleigu hjá einni af undirstofnunum Samein- uðu þjóðanna. Við vorum fljótandi birgðastöð fyrir friðargæsluliða í einu stríðs- hrjáðasta ríki Afríku. Siglt var til Kanaríeyja eftir birgð- um og skipið fyllt af ýmsum varningi, aðallega þó kæli- og frystigámum sem voru hlaðn- ir matvælum. Svo var siglt til Afríku og lagst við stjóra á ytri höfninni í höfuðborg hins hrjáða ríkis þar sem skipið léttist eftir því sem frið- argæslufiðarnir gengu á birgð- irnar í iestunum. En þegar allt var búið var siglt aftur til Kanarí eftir meiri mat. Lórí Skipperinn var af létllyndari gerðinni og kallaði ekki allt ömmu sína þegar kom að hinu Ijúfa lífi og var djarftækur í meira lagi til kvenna. Hann fann sér fljótlega vinkonu sem var háttsett í friðargæslulið- inu er samanstóð að stærstum hluta af hermönnum frá öðru Afríkuríki. Vinkonan hafði lúxusíbúð í einni af villum eins af fyrrverandi stjórnarherrum landsins. Og þar bjó skipper auðvitað líka þegar við vorum í höfn. Við vorum svo í VHF sambandi allan timan en ég sá um þetta daglega sem þurfti að gera um borð, t.d. að færa skipið ef við fórum að draga akkerið. Svo skemmtilega vildi til að ytri höfnin blasti við út um skrifstofuglugga hins borgaralega yfirmanns Sameinuðu þjóð- anna sem meðal annars átti að uppræta alla spillingu sem fyrirfannst í kerfinu. Við höfðum sérstakan áhuga að dagleg- um háttum þessa mæta manns sem var franskur - við kölluðum hann Lórí - og hafði í 20 ár slundað skipamiðlun í land- inu en áður verið meglari á Indlandi. Lórí var heiðursmaður og brá aldrei úl af þeim vana sinum að fá sér miðdegisblund sem gat orðið nokkuð mislangur og fór eftir hitastigi og fjölda koníaksglasa er hann hafði innbyrt. Oft lifnaði yfir höfninni þegar menn vissu að Lóri var lagstur en hann sá um að afgreiða eða réttara sagt, gefa út beiðn- ir fyrir öllu sem afgreitt var af skipinu. Við máttum sem sagl ekki láta neitt frá okkur nema að hafa fyrir því eitthvað skriflegt frá Lórí og bókhaldið varð að ganga upp. Og merkilegt nokk, það brást ekki Við urðum að gera grein fyrir öllu sem ekki passaði. Alltaf passaði losunin við lestunina eftir að skýrslur um það sem eyðilagðist í losun, eða féll í sjóinn, höfðu verið lagðar fram. Lórí fylgdist mjög vel með brottfarartímum og komutímum skipsins. í vondu veðri Þar sem skipper undi sé mjög svo vel í faðmi hinnar háttsettu vinkonu sinnar var hann ekki lengi að finna ráð til að lengja tíman i bóli hennar allavega um nokkra tíma. íbúð hennar var við vík í hinum enda borgarinnar en allmikill höfði aðskildi borgarhlutana að hluta. Það var slutt í ströndina frá ibúðinni sem Veiðitceknin er víðafrumleg í Afríku og ber vott um þann sjálfsþurftarbúskap sem þar ríkir víða. KEMHYDRO - salan Snorrabraut 87 • 105 Reykjavík Sími: 551 2521 • Fax: 551 2075 T æringarvarnarefni fyrir gufukatla 26 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.