Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Page 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2007, Page 42
Hilmar Snorrason skipstjóri Utan úr heimi Danir í átak í nýlegri skýrslu dönsku Siglingamálastofnunarinnar um slys á sjó kemur í ljós að flest slysa á kaupskipum verða vegna land- festa. Á tímabilinu 1997 til 2005 urðu 80 slys á farþegaskipum og 197 á (lutningaskipum undir dönskum fána. Hefur danska sjóslysarannsóknarnefndin tekið saman sérstaklega upplýsingar um 17 þessara atvika sem þeir hyggjast fara með á alþjóðavett- vang til að freista þess að kom á alþjóðlegu samstarfi um að bæta öryggi við þessa hættulegu aðgerð sem alltaf þarf að fram- kvæma við upphaf og endi hverrar sjóferðar. Reykingabann Breska samgönguráðuneytið hefur hugleitt að setja algjört reykingabann á öll flutninga og fiskiskip sem sigla um breska landhelgi og á strandleiðum. Ef af verður mun bann þetta einnig ná til allra íslenskra fiskiskipa og kaupskipa í íslenskum rekstri sem sigla um breska landhelgi. Tilurð þess að þessi könnun var sett í gang eru lög sem eru að ganga í gildi í Bretlandi næstkomandi júlí þar sem bann er lagt við notkun tóbaks á lokuðum vinnustöðum, almannafæri og í bifreiðum. Aðeins einka skemmtibátar og skip sem ekki flytja greiðandi farþega yrðu undanþegin þessu banni svo og skipverjar þeirra. Það eru þó ekki allir ánægðir með þessa hug- myndir Breta því mörg flaggríki hafa risið upp á afturlappirnar og mótmælt þessum áformum og halda því fram að slíkt bann verði ekki sett á nema með gagnvirkum samningum milli landa. Hafa nokkur fánaríkjanna óskað eftir að málið verði tekið upp hjá alþjóðasiglingamálastofnuninni IMO. Nú er því eins gott fyrir okkar íslensku sjómenn sem sigla um breska landhelgi að fara að hugsa alvarlega um að hætta að reykja. Mona Lisa verður brátt að háskólaskipi þar sem 600 nemendur geta stund- að nám á háskólastigi. Myndin er tekin aj skipinu í Sundahöjn siðastliðið sumar. Háskólaskip Nú er að opnast alveg nýr möguleiki í háskólanámi. Skemmtiferðaskipið Mona Lisa, sem er í eigu Royal Caribbean Cruises, mun fá nýtt verkefni á næstunni en verið er að breyta skipinu í fljótandi háskóla. Það eru nokkrir háskólar sem standa að þessu verkefni ásamt útgerðinni en verkefnið hefur fengið heitið „Fræðaskipið“. Hugmyndin er að skipið verði á siglingu um allan heim í menntaferð og er búist við að 600 nemendur geti verið við nám i skólanum samtímis. Mona Lisa er eitt þeirra skemmtiferða- skipa sem hafa haft fasta viðkomu á íslandi á síðari árum og eflaust er mörgum í minni skorsteinsmerki skipsins sem hefur að geyma Monu Lísu. Skipið var smíðað árið 1966 fyrir sænsku útgerðina Swedish America Line og bar þá nafnið Kungsholm. Laus úr fangelsi í síðasta blaði var sagt frá skipstjóranum Wolfgang Schröder sem var ákærður í Alabama fyrir að hafa siglt skipi sínu á bryggjukrana með þeim afleiðingum að 46 ára rafvirki sem var að vinna við hann lést er kraninn féll saman. Schröder fékk 11 mánaða dóm fyrir að vera valdur að dauða rafvirkjans en strax eftir atvikið var Schröder fangelsaður. Nú þegar dóm- urinn hefur verið kveðinn upp var skipstjórinn búinn að vera þann tíma í fangelsi þannig að hann hefur fengið frelsi sitt á ný. Schröder sem er 59 ára gamall hafði áður lýst sig ábyrgan fyrir ákeyrsluna á kranann og útgerð skipsins hafði lýst yfir fjárhags- legri ábyrgð á málinu. Yfirhlaðnir hafnsögumenn Mikill skortur er orðin á hafnsögumönnum á Indlandi og er ástandið orðið mjög alvarlegt í ríkishöfnum landsins. Þessi skortur varð meðal annars til þess að hafnaryfirvöld í höfninni í Jawaharlal Nehru, sem um 60% af gámaflutninguin landsins fer um, ákváðu að stöðva nætursiglingar um höfnina. Notendur hafnarinnar urðu að vonum óánægðir með ástandið og hafa hótað að snúa skipum sínum til annarra hafna verði ekki ráðin bót á ástandinu. Bent hefur verið á að eina leiðin til að kom- ast út úr þessum vanda sé að einkavæða ríkishafnirnar. Þá hafa útgerðir einnig hugleitt að koma sjálfar með sína eigin hafn- sögumenn en þurfa til þess leyfi siglingayfirvalda. Minnka ferðina Skip sem sigla um Gíbraltarsund hafa verið beðin að draga úr ferðinni í þeirn tilgangi að hlífa hvölum sem eru á þessu svæði. í tilkynningu til sjófarenda mæltist spænska Siglingamálastofnunin til þess að hámarkshraði skipa yrði ekki meiri en 13 hnútar meðan siglt væri í gegnum sundið. Talið er að á síðustu mánuðum hafi ekki færri en sex forustuhvalir verið drepnir af völdum skipa. Er það von þarlendra yfirvalda að með því að setja hraðatakmörk megi koma í veg fyrir að fleiri hvalir verði skipum að bráð. Skelfilegar niðurstöður Nýleg könnun sem gerð var á Filippseyjum um dánartíðni fil- ippínskra sjómanna leiddi í ljós skelfilegar niðurstöður. Meira en 200 þarlendir sjómenn látast árlega á öilum heimsflotanum samkvæmt upplýsingum kaþólsku kirkjunnar í Manilla. Ljóst er að verulegt átak þarf til að fækka þessum dauðsföllum sem eru af völdum slysa. Stormar í Evrópu Það er ekki alltaf auðvelt að liggja með stór skip í höfn og það varð skipstjóri þýska gámaskipsins CMA CGM Claudel heldur betur var við í síðasta mánuði. Þeir stormar sem hafa herjað á Evrópu hafa verið skipum erfiðir og siglingum til tafa. 42 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.